Fótbolti

Atli kallaður inn í A-lands­liðið fyrir Willum Þór

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Atli í einum af leikjum sínum fyrir U-21 árs landslið Íslands.
Atli í einum af leikjum sínum fyrir U-21 árs landslið Íslands. Vísir/Bára Dröfn

Atli Barkarson, leikmaður SönderjyskE í Danmörku, hefur verið kallaður upp í A-landsliðið eftir að Willum Þór Willumsson þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Vinstri bakvörðurinn Atli gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis er íslenska U-21 árs landsliðið vann 9-0 stórsigur á Liechtenstein í Víkinni í gær. Hann mun ekki taka frekari þátt í verkefni U-21 árs landsliðsins að þessu sinni þar sem hann hefur verið kallaður upp í A-landsliðið.

Miðjumaðurinn Willum Þór hefur farið mikinn með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi en er að glíma við meiðsli á hásin og hefur því þurft að draga sig úr hópnum.

Ísland gerði 2-2 jafntefli við Ísrael á dögunum og mætir svo Albaníu á Laugardalsvelli á mánudag. Í kjölfarið fer A-landsliðið til San Marínó og mætir heimamönnum áður en það flýgur aftur heim og mætir Ísrael á Laugardalsvelli.

Atli á að baki þrjá A-landsleiki og 35 leiki fyrir yngri landslið Íslands.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Ísland 9-0 Liechtenstein | Stórsigur hjá strákunum okkar

U-21 landslið Íslands vann stórsigur í kvöld þegar að liðið fékk Liechtenstein í heimsókn í Víkina í kvöld. Ísland gerði hvorki né minna en 9 mörk í leiknum og hélt markinu sínu hreinu. Hremmingar Liechtenstein halda áfram, en þeir hafa nú fengið á sig 54 mörk og skorað 0 í riðlinum. Þetta var jafnframt næststærsta tap Liechtenstein í riðlinum til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×