Fótbolti

Farbann Gylfa framlengt fram á sumar

Samúel Karl Ólason skrifar
Íslenska landsliðið æfir fyrir leik gegn Frökkum á Laugardalsvelli
Íslenska landsliðið æfir fyrir leik gegn Frökkum á Laugardalsvelli Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Farbann Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið framlengt til 16. júlí. Farbannið átti að renna út í dag.

Þetta kemur fram í svari lögreglunnar í Manchester við fyrirspurn Ríkisútvarpsins. Fyrr í vikunni sagði lögreglan í svari við fyrirspurn Vísis að ekkert yrði upplýst um framgang rannsóknarinnar fyrr en eftir páska.

Sjá einnig: Engar fregnir af máli Gylfa fyrr en eftir páska

Gylfi Þór er til rannsóknar hjá lögreglunni í borginni grunaður um kynferðisbrot gegn ungmenni. Hann var handtekinn á heimili sínu í Manchester 16. júlí síðastliðinn og var færður til yfirheyrslu en síðar sleppt. Hann hefur þó verið í farbanni síðan hann var handtekinn.

Þetta er í fimmta sinn sem farbannið yfir honum hefur verið framlengt.

Gylfi hefur undanfarin misseri spilað með enska knattspyrnuliðinu Everton í bresku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann hefur þó ekki leikið einn einasta leik með liðinu á þessu keppnistímabili en Everton gaf það út að leikmaðurinn, sem væri til rannsóknar, myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn stæði yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×