Lögreglan ræddi við Mourinho og þjálfara Alfonsar eftir að upp úr sauð Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 08:01 Lorenzo Pellegrini og Alfons Sampsted í baráttunni í Bodö í gærkvöld. Getty Það var enn hiti í mönnum inni á búningsklefasvæðinu í Bodö í gærkvöld, eftir 2-1 sigur heimamanna gegn Roma í Sambandsdeildinni í fótbolta og var lögregla kölluð til. Mikill hefndarhugur er í fyrirliða Roma vegna málsins. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted var að vanda í liði Bodö/Glimt sem er í ágætum málum fyrir seinni leik liðanna í Róm í næstu viku. Samkvæmt frétt TV 2 í Noregi ræddi lögregla við aðalþjálfara beggja liða, þá Kjetil Knutsen hjá Bodö/Glimt og José Mourinho hjá Roma, vegna atviks sem átti sér stað við búningsklefana eftir leik í gær. Svo virðist sem að Knutsen og Nuno Gomes, markvarðaþjálfara Roma, hafi lent saman. „Gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi“ Talsmaður lögreglunnar sagði að ekki hefði verið um slagsmál að ræða heldur „smávægilegar hrindingar“. Engan hefði sakað og að enginn hygðist kæra atvikið til lögreglu. „Það gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi. Eins og þetta lítur út núna þá leiðir þetta ekki til lögreglurannsóknar,“ sagði Kristian Karlsen, fulltrúi lögreglunnar. Aftur á móti segja norskir fjölmiðlar líklegt að knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni rannsaka málið. „Móðgun við okkur alla“ Lýsingar Knutsen og fyrirliða Roma, Lorenzo Pellegrini, á atvikinu voru ansi ólíkar. „Það var aðstoðarþjálfari þarna sem hagaði sér eins og bjáni. Hann baunaði á mig fyrir leikinn og hélt því áfram allan leikinn. Það er eins óíþróttamannslegt og það gerist að vera að trufla störfin manns. Það sauð upp úr tvívegis,“ sagði Knutsen við NRK. Pellegrini sagðist við Sky Sport Italia vera í sjokki og að Knutsen hefði ráðist á Gomes: „Fyrir okkur var þetta þegar orðin barátta en svo fékk ég að sjá mjög leiðinlegt atvik. Þjálfari þeirra réðst með harkalegum hætti á markmannsþjálfara okkar. Við mættum hingað með fulla virðingu fyrir þeim og þessari keppni. Svona lagað er móðgun við okkur alla, við Roma og við keppnina. Þetta er til skammar,“ sagði Pellegrini sem kvartaði einnig yfir gervigrasinu á velli Norðmannanna. Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted var að vanda í liði Bodö/Glimt sem er í ágætum málum fyrir seinni leik liðanna í Róm í næstu viku. Samkvæmt frétt TV 2 í Noregi ræddi lögregla við aðalþjálfara beggja liða, þá Kjetil Knutsen hjá Bodö/Glimt og José Mourinho hjá Roma, vegna atviks sem átti sér stað við búningsklefana eftir leik í gær. Svo virðist sem að Knutsen og Nuno Gomes, markvarðaþjálfara Roma, hafi lent saman. „Gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi“ Talsmaður lögreglunnar sagði að ekki hefði verið um slagsmál að ræða heldur „smávægilegar hrindingar“. Engan hefði sakað og að enginn hygðist kæra atvikið til lögreglu. „Það gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi. Eins og þetta lítur út núna þá leiðir þetta ekki til lögreglurannsóknar,“ sagði Kristian Karlsen, fulltrúi lögreglunnar. Aftur á móti segja norskir fjölmiðlar líklegt að knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni rannsaka málið. „Móðgun við okkur alla“ Lýsingar Knutsen og fyrirliða Roma, Lorenzo Pellegrini, á atvikinu voru ansi ólíkar. „Það var aðstoðarþjálfari þarna sem hagaði sér eins og bjáni. Hann baunaði á mig fyrir leikinn og hélt því áfram allan leikinn. Það er eins óíþróttamannslegt og það gerist að vera að trufla störfin manns. Það sauð upp úr tvívegis,“ sagði Knutsen við NRK. Pellegrini sagðist við Sky Sport Italia vera í sjokki og að Knutsen hefði ráðist á Gomes: „Fyrir okkur var þetta þegar orðin barátta en svo fékk ég að sjá mjög leiðinlegt atvik. Þjálfari þeirra réðst með harkalegum hætti á markmannsþjálfara okkar. Við mættum hingað með fulla virðingu fyrir þeim og þessari keppni. Svona lagað er móðgun við okkur alla, við Roma og við keppnina. Þetta er til skammar,“ sagði Pellegrini sem kvartaði einnig yfir gervigrasinu á velli Norðmannanna.
Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira