Alvarleg líkamsárás á starfsmann Vinakots Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2022 15:56 Eitt af búsetuúrræðum Vinakots þar sem unnið er með börnum og ungmennum með fjölþættan vanda. Vinakot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar alvarlega líkamsárás sem beindist gegn starfsmanni í einu af búsetuúrræðum Vinakots í síðustu viku. Starfsmaðurinn hefur lýst því á samfélagsmiðlum hvernig hann hafi fengið mjög mörg þung höfuðhögg og þurfi að notast við hjólastól til að komast á mili staða. Vinakot er úrræði ætlað börnum og ungmennum sem glíma við fjölþættan vanda. Skjólstæðingar eru með sín eigin herbergi sem þau gera persónuleg með aðstoð starfsmanna. Í tilkynningu frá Vinakoti kemur fram að forsvarsfólk Vinakots sé miður sín vegna árásarinnar. Hugur þess sé hjá starfsmanninum og skjólstæðingnum, þ.e. þeim sem varð fyrir árásinni og ungmenninu sem réðst á starfsmanninn. „Fulltrúar Vinakots hafa ítrekað rætt við sveitarfélagið, sem annast málefni skjólstæðingsins, um að hann þurfi á öryggisvistun að halda. Vinakot býður ekki upp á slíkt úrræði. Sveitarfélagið telur sig hins vegar ekki hafa burði til að koma upp slíkri vistun. Þegar leitað hefur verið lausna hjá ríkinu fást aðeins þau svör að félagsþjónustan hafi færst frá ríki yfir til sveitarfélags árið 2011. Það er hins vegar ljóst að fæst sveitarfélög hafa burði til að koma sér upp öryggisvistun,“ segir í tilkynningunni. Skjólstæðingurinn hafi sýnt af sér ógnandi hegðun áður en aldrei í líkingu við það sem gerðist í liðinni viku. „Fulltrúar Vinakots hafa gert sitt besta til að koma til móts við þarfir viðkomandi skjólstæðings en ljóst er að hann þarf önnur og meiri úrræði.“ Aðalheiður Þ. Bragadóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Vinakots, segir í tilkynningunni fyrir hönd Vinakots vonast til að farsæl lausn finnist á málefnum skjólstæðingsins. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Réttindi barna Lögreglumál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Vinakot er úrræði ætlað börnum og ungmennum sem glíma við fjölþættan vanda. Skjólstæðingar eru með sín eigin herbergi sem þau gera persónuleg með aðstoð starfsmanna. Í tilkynningu frá Vinakoti kemur fram að forsvarsfólk Vinakots sé miður sín vegna árásarinnar. Hugur þess sé hjá starfsmanninum og skjólstæðingnum, þ.e. þeim sem varð fyrir árásinni og ungmenninu sem réðst á starfsmanninn. „Fulltrúar Vinakots hafa ítrekað rætt við sveitarfélagið, sem annast málefni skjólstæðingsins, um að hann þurfi á öryggisvistun að halda. Vinakot býður ekki upp á slíkt úrræði. Sveitarfélagið telur sig hins vegar ekki hafa burði til að koma upp slíkri vistun. Þegar leitað hefur verið lausna hjá ríkinu fást aðeins þau svör að félagsþjónustan hafi færst frá ríki yfir til sveitarfélags árið 2011. Það er hins vegar ljóst að fæst sveitarfélög hafa burði til að koma sér upp öryggisvistun,“ segir í tilkynningunni. Skjólstæðingurinn hafi sýnt af sér ógnandi hegðun áður en aldrei í líkingu við það sem gerðist í liðinni viku. „Fulltrúar Vinakots hafa gert sitt besta til að koma til móts við þarfir viðkomandi skjólstæðings en ljóst er að hann þarf önnur og meiri úrræði.“ Aðalheiður Þ. Bragadóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Vinakots, segir í tilkynningunni fyrir hönd Vinakots vonast til að farsæl lausn finnist á málefnum skjólstæðingsins. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Réttindi barna Lögreglumál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira