Tveggja ára bið eftir launum: „Auðvitað leiðinlegt að þessi leið skyldi vera farin“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2022 08:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór með liði ÍR í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins vorið 2019. Hann sneri aftur til ÍR um haustið, eftir stutt stopp í Frakklandi, en sleit krossband í hné í fyrsta leik og spilaði ekki meira fyrir liðið. VÍSIR/VILHELM Körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson bíður enn þolinmóður eftir því að fá laun sín greidd frá því að hann var leikmaður ÍR keppnistímabilið 2019-20. Launadeila hans við ÍR fer fyrir Hæstarétt. Samkvæmt dómum Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar á Sigurður inni tæpar tvær milljónir króna í laun hjá ÍR, auk dráttarvaxta, en körfuknattleiksdeild ÍR fékk í vikunni leyfi til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Sigurður bíður því enn eftir endanlegri niðurstöðu í málinu en frá því að hann fór frá ÍR vorið 2020 hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann skoraði 9 stig og tók 10 fráköst í sigri Tindastóls gegn ÍR á sínum gamla heimavelli í Seljaskóla fyrr í þessum mánuði. „Þetta liggur svo sem ekkert á mér. Þeir [forráðamenn körfuknattleiksdeildar ÍR] eru að leita réttar síns og eiga rétt á að áfrýja. Maður verður bara að sitja og bíða á meðan,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Þetta tók náttúrulega svolítinn tíma í Landsrétti, út af öðrum málum sem þurfti að taka upp aftur, þannig að maður er alveg orðinn vanur því að bíða. Þó að það bætist við aðeins meiri tími þá kemur það út á það sama,“ segir Sigurður. „Að sjálfsögðu áfram bjartsýnn“ Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Það er þó ekki að heyra á Sigurði að hann beri mikinn kala til ÍR-inga, þó að hann hafi núna beðið í tvö ár eftir launum sínum og þurfi enn að bíða og óvíst hve lengi: „Ég vil bara meina að þeir eigi að borga mér og þeir vilja meina að svo sé ekki. Ég er að sjálfsögðu áfram bjartsýnn. Það er auðvitað leiðinlegt að þessi leið skyldi vera farin en það er voða lítið sem maður getur í því gert.“ Subway-deild karla ÍR Körfubolti Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Sjá meira
Samkvæmt dómum Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar á Sigurður inni tæpar tvær milljónir króna í laun hjá ÍR, auk dráttarvaxta, en körfuknattleiksdeild ÍR fékk í vikunni leyfi til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Sigurður bíður því enn eftir endanlegri niðurstöðu í málinu en frá því að hann fór frá ÍR vorið 2020 hefur hann spilað með Hetti á Egilsstöðum og Tindastóli á Sauðárkróki. Hann skoraði 9 stig og tók 10 fráköst í sigri Tindastóls gegn ÍR á sínum gamla heimavelli í Seljaskóla fyrr í þessum mánuði. „Þetta liggur svo sem ekkert á mér. Þeir [forráðamenn körfuknattleiksdeildar ÍR] eru að leita réttar síns og eiga rétt á að áfrýja. Maður verður bara að sitja og bíða á meðan,“ segir Sigurður Gunnar í samtali við Vísi. „Þetta tók náttúrulega svolítinn tíma í Landsrétti, út af öðrum málum sem þurfti að taka upp aftur, þannig að maður er alveg orðinn vanur því að bíða. Þó að það bætist við aðeins meiri tími þá kemur það út á það sama,“ segir Sigurður. „Að sjálfsögðu áfram bjartsýnn“ Hann hafði átt góðan tíma með ÍR og komist með liðinu í eftirminnilegt úrslitaeinvígi gegn KR á Íslandsmótinu vorið 2019, áður en hann fór til fransks félags en staldraði þar stutt við og kom aftur til ÍR um haustið. Hann gerði þá samning til tveggja ára en sleit krossband í hné í fyrsta leik, gat því ekkert spilað á leiktíðinni og fékk heldur engin laun greidd. Samningi Sigurðar við ÍR-inga var svo rift í lok leiktíðar. Það er þó ekki að heyra á Sigurði að hann beri mikinn kala til ÍR-inga, þó að hann hafi núna beðið í tvö ár eftir launum sínum og þurfi enn að bíða og óvíst hve lengi: „Ég vil bara meina að þeir eigi að borga mér og þeir vilja meina að svo sé ekki. Ég er að sjálfsögðu áfram bjartsýnn. Það er auðvitað leiðinlegt að þessi leið skyldi vera farin en það er voða lítið sem maður getur í því gert.“
Subway-deild karla ÍR Körfubolti Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Sjá meira