Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 14:33 Helena Sverrisdóttir tók þessa mynd af litlu systur sinni og birti á samfélagsmiðlum. Guðbjörg með viðurkenningu sína sem leikjahæsta kona efstu deildar. @helenasverris Guðbjörg Sverrisdóttir varð í gærkvöldi leikjahæsti leikmaður efstu deildar kvenna í körfubolta þegar hún lék sinn 383. deildarleik á ferlinum. Guðbjörg hjálpaði þá liði sínu Val að vinna 63-61 sigur á Aþenu á Hlíðarenda. Guðbjörg skoraði síðasta stig leiksins og skoraði alls tíu stig fyrir sitt lið í þessum spennandi leik. Guðbjörg bætti með þessu leikjamet Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur en þær léku saman um tíma hjá bæði Haukum og Hamri. Guðbjörg lék sinn fyrsta leik í efstu deild á móti ÍS 11. febrúar 2007 og skoraði þá jafnframt sína fyrstu körfu í efstu deild. Hún var þá aðeins fjórtán ára gömul. Fyrsta karfa Guðbjargar í metleiknum í gær var hennar þúsundasta í efstu deild því hún hafði skorað 999 körfur fyrir leikinn. Aðeins átján aðrar körfuboltakonur hafa náð því að skora þúsund körfur í efstu deild kvenna en metið á Anna María Sveinsdóttir með 1911 körfur. Guðbjörg hefur skorað 668 af 1002 körfum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna og 334 af körfunum hennar hafa komið fyrir utan þriggja stiga línuna. Guðbjörg er annars í sextánda sæti í stigum, í sjötta sæti í stoðsendingum, í áttunda sæti í stolnum boltum, í ellefta sæti í fráköstum og í níunda sæti í þriggja stiga körfum í sögu deildarinnar. Guðbjörg hélt upp á 32 ára afmælið sitt í október síðastliðnum. Hún er ekki búin að missa úr tímabil síðan að hún byrjaði að spila með meistaraflokki Hauka í febrúar fyrir átján árum. Þetta tímabil sem nú er i gangi er hennar nítjánda í röð í efstu deild. Hún hefur á þeim tíma spilað fyrir Hauka (37 leikir), Hamar (38 leikir) og Val. 308 af 383 leikjum hennar hafa komið í Valsbúningnum. Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Guðbjörg Sverrisdóttir 383 2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 382 3. Birna Valgarðsdóttir 375 4. Þórunn Bjarnadóttir 365 5. Hafdís Elín Helgadóttir 363 6. Hildur Sigurðardóttir 347 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Anna María Sveinsdóttir 324 9. Petrúnella Skúladóttir 319 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309 11. Bríet Sif Hinriksdóttir 307 12. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 300 13. Hallveig Jónsdóttir 299 14. Guðrún Ósk Ámundadóttir 294 15. Pálína María Gunnlaugsdóttir 290 16. Bryndís Guðmundsdóttir 284 17. Sigrún Skarphéðinsdóttir 282 18. Jóhanna Björk Sveinsdóttir 280 19. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 277 20. Rósa Björk Pétursdóttir 267 Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Guðbjörg hjálpaði þá liði sínu Val að vinna 63-61 sigur á Aþenu á Hlíðarenda. Guðbjörg skoraði síðasta stig leiksins og skoraði alls tíu stig fyrir sitt lið í þessum spennandi leik. Guðbjörg bætti með þessu leikjamet Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur en þær léku saman um tíma hjá bæði Haukum og Hamri. Guðbjörg lék sinn fyrsta leik í efstu deild á móti ÍS 11. febrúar 2007 og skoraði þá jafnframt sína fyrstu körfu í efstu deild. Hún var þá aðeins fjórtán ára gömul. Fyrsta karfa Guðbjargar í metleiknum í gær var hennar þúsundasta í efstu deild því hún hafði skorað 999 körfur fyrir leikinn. Aðeins átján aðrar körfuboltakonur hafa náð því að skora þúsund körfur í efstu deild kvenna en metið á Anna María Sveinsdóttir með 1911 körfur. Guðbjörg hefur skorað 668 af 1002 körfum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna og 334 af körfunum hennar hafa komið fyrir utan þriggja stiga línuna. Guðbjörg er annars í sextánda sæti í stigum, í sjötta sæti í stoðsendingum, í áttunda sæti í stolnum boltum, í ellefta sæti í fráköstum og í níunda sæti í þriggja stiga körfum í sögu deildarinnar. Guðbjörg hélt upp á 32 ára afmælið sitt í október síðastliðnum. Hún er ekki búin að missa úr tímabil síðan að hún byrjaði að spila með meistaraflokki Hauka í febrúar fyrir átján árum. Þetta tímabil sem nú er i gangi er hennar nítjánda í röð í efstu deild. Hún hefur á þeim tíma spilað fyrir Hauka (37 leikir), Hamar (38 leikir) og Val. 308 af 383 leikjum hennar hafa komið í Valsbúningnum. Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Guðbjörg Sverrisdóttir 383 2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 382 3. Birna Valgarðsdóttir 375 4. Þórunn Bjarnadóttir 365 5. Hafdís Elín Helgadóttir 363 6. Hildur Sigurðardóttir 347 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Anna María Sveinsdóttir 324 9. Petrúnella Skúladóttir 319 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309 11. Bríet Sif Hinriksdóttir 307 12. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 300 13. Hallveig Jónsdóttir 299 14. Guðrún Ósk Ámundadóttir 294 15. Pálína María Gunnlaugsdóttir 290 16. Bryndís Guðmundsdóttir 284 17. Sigrún Skarphéðinsdóttir 282 18. Jóhanna Björk Sveinsdóttir 280 19. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 277 20. Rósa Björk Pétursdóttir 267
Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Guðbjörg Sverrisdóttir 383 2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 382 3. Birna Valgarðsdóttir 375 4. Þórunn Bjarnadóttir 365 5. Hafdís Elín Helgadóttir 363 6. Hildur Sigurðardóttir 347 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Anna María Sveinsdóttir 324 9. Petrúnella Skúladóttir 319 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309 11. Bríet Sif Hinriksdóttir 307 12. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 300 13. Hallveig Jónsdóttir 299 14. Guðrún Ósk Ámundadóttir 294 15. Pálína María Gunnlaugsdóttir 290 16. Bryndís Guðmundsdóttir 284 17. Sigrún Skarphéðinsdóttir 282 18. Jóhanna Björk Sveinsdóttir 280 19. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 277 20. Rósa Björk Pétursdóttir 267
Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum