Körfubolti

Elvar næst stiga­hæstur í há­spennu sigri

Siggeir Ævarsson skrifar
Elvar var öflugur í kvöld
Elvar var öflugur í kvöld Twitter@TangramSports

Elvar Már Friðriksson var næst stigahæstur leikmanna Maroussi þegar liðið vann mikilvægan eins stigs sigur á Panionios, 65-64, í grísku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Þetta var skilvirkur leikur hjá Elvari en hann tók aðeins sjö skot utan af velli og hitti úr fjórum, þar af þremur þristum í fimm skotum. Elvar endaði með 13 stig, þrjú fráköst og eina stoðsendingu ofan á það. Maroussi var komið með fimm stiga forskot undir lok leiks en Panionios jafnaði 64-64. Úrslitin réðust því ekki fyrr en í blálokin þegar Marcus Keene setti niður víti og tryggði heimamönnum sigur.

Sigurinn var kærkominn fyrir Maroussi en liðið var fyrir leikinn á botni deildarinnar en lyftir sér með sigrinum upp af botninum. Þetta var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum og hleypir alvöru spennu í botnbaráttuna en í sætum níu til ellefu eru öll þrjú liðin nú með fimm sigra




Fleiri fréttir

Sjá meira


×