Úkraínumaðurinn kom West Ham í átta liða úrslit í framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. mars 2022 22:39 Andriy Yarmolenko fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Julian Finney/Getty Images West Ham er á leið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-0 sigur gegn Sevilla í framlengdum leik í kvöld, en það var Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko sem skoraði sigurmark Hamranna. Sevilla vann fyrri leik liðanna 1-0 og því var verk að vinna fyrir West Ham í kvöld. Thomas Soucek kom West Ham yfir á 39. mínútu og staðan því orðin jöfn í einvíginu. Staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Hvorugu liðinu tókst að skora í síðari hálfleik og því varð niðurstaðan eftir 90 mínútur 1-0 sigur West Ham. Það þurfti því að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Sigurmarkið kom loksins um miðjan síðari hálfleik framlengingarinnar þegar Andriy Yarmolenko fylgdi skoti Pablo Fornals eftir og tryggði West Ham sæti í átta liða úrslitum á dramatískan hátt. OHHHH YARMOLENKO WE LOVE YOUUUUUUU!!!!!!#UEL| #WHUSEV pic.twitter.com/PZoxsPkwlY— West Ham United (@WestHam) March 17, 2022 Ekki var dramatíkin minni í leik Frankfurt og Real Betis. Frankfurt vann fyrri leik liðanna 2-1, en Borja Iglesias tryggði Real Betis framlengingu með marki á lokamínútu leiksins. Það stefndi allt í að grípa þyrfti til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara, en í uppbótartíma framlengingarinnar tryggði Martin Hinteregger Frankfurt sigurinn. Að lokum gerðu Lyon og Porto 1-1 jafntefli, en eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum eru Frakkarnir á leið í átta liða úrslit. Evrópudeild UEFA
West Ham er á leið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-0 sigur gegn Sevilla í framlengdum leik í kvöld, en það var Úkraínumaðurinn Andriy Yarmolenko sem skoraði sigurmark Hamranna. Sevilla vann fyrri leik liðanna 1-0 og því var verk að vinna fyrir West Ham í kvöld. Thomas Soucek kom West Ham yfir á 39. mínútu og staðan því orðin jöfn í einvíginu. Staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Hvorugu liðinu tókst að skora í síðari hálfleik og því varð niðurstaðan eftir 90 mínútur 1-0 sigur West Ham. Það þurfti því að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Sigurmarkið kom loksins um miðjan síðari hálfleik framlengingarinnar þegar Andriy Yarmolenko fylgdi skoti Pablo Fornals eftir og tryggði West Ham sæti í átta liða úrslitum á dramatískan hátt. OHHHH YARMOLENKO WE LOVE YOUUUUUUU!!!!!!#UEL| #WHUSEV pic.twitter.com/PZoxsPkwlY— West Ham United (@WestHam) March 17, 2022 Ekki var dramatíkin minni í leik Frankfurt og Real Betis. Frankfurt vann fyrri leik liðanna 2-1, en Borja Iglesias tryggði Real Betis framlengingu með marki á lokamínútu leiksins. Það stefndi allt í að grípa þyrfti til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara, en í uppbótartíma framlengingarinnar tryggði Martin Hinteregger Frankfurt sigurinn. Að lokum gerðu Lyon og Porto 1-1 jafntefli, en eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum eru Frakkarnir á leið í átta liða úrslit.