Erlent

For­sætis­ráð­herrann hættir eftir mót­mæli síðustu daga

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Abdalla Hamdok tók fyrst við völdum sem forsætisráðherra í ágúst 2019.
Abdalla Hamdok tók fyrst við völdum sem forsætisráðherra í ágúst 2019. AP

Forsætisráðherra Súdans hefur sagt af sér embætti en síðustu daga hafa þúsundir mótmælt ríkisstjórn hans í höfuðborginni Khartoum.

Fólkið er ósátt við samning sem forsætisráðherrann Abdalla Hamdok gerði við herinn í októbermánuði þegar herinn tók völdin og hafa mótmælendur krafist þess að lýðræði verði komið á að fullu í landinu.

Stjórnarherinn hefur tekið hart á mótmælendum en nú eftir afsögn Hamdoks er ljóst að völdin eru að fullu í höndum hersins, að því er segir í frétt AP.

Það hefur gengið erfiðlega fyrir Súdani að koma á lýðræðislegri stjórn að nýju eftir einræðisherranum Omari al-Bashir var komið frá völdum árið 2019 eftir að þjóðin reis upp gegn honum.

Talsmaður hersins, Abdel Fattah al-Burhan, hefur varið aðgerðir hersins og segist vera að reyna að koma í veg fyrir borgarastyrjöld í landinu. Hann segir að enn standi til að halda lýðræðislegar kosningar í Súdan sumarið 2023.

Hamdok tók fyrst við völdum sem forsætisráðherra í ágúst 2019.


Tengdar fréttir

Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan

Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán.

Minnst þrír hafi fallið í valda­ráni súdanska hersins

Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×