Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2021 23:15 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, ávarpaði landamæraverði við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Varnarmálaráðuneyti Póllands/Getty Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Morawiecki að Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ráði förinni hvað krísuna varðar en að ástandið megi þó rekja til „höfuðpaurs í Moskvu.“ Minnst tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sakað Lúkasjenka um að laða flótta- og farandfólk til Hvíta-Rússlands og nota það í pólitískum tilgangi. Rússnesk stjórnvöld hafa lagt til að Evrópusambandið greiði Hvítrússum fyrir að stöðva flæði fólks inn um landamæri sambandsins í Póllandi. Sjálfur hefur Lúkasjenka hafnað því að hann hafi fyrirskipað að flóttafólk yrði sent yfir landamærin til Póllands, í hefndarskyni vegna viðskiptaþvingana gegn Hvíta-Rússlandi. Meirihluti flóttafólksins eru ungir menn, en í hópi þeirra er einnig að finna konur og börn. Fólkið er að meginstefnu til frá Mið-Asíu og Mið-Austurlöndum. Fólkið hefur tjaldað upp við landamærin, rétt innan Hvíta-Rússlands, og er í raun fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Hitastigið við landamærin hefur farið niður fyrir frostmark að undanförnu og nokkur fjöldi flóttafólks hefur þegar látið lífið á svæðinu. Segir leikþátt settan á svið Á neyðarfundi pólska þingsins í dag sagði forsætisráðherrann Morawiecki að árás Lúkasjenka ætti sér höfuðpaur í Moskvu. „Sá höfuðpaur er Pútín Rússlandsforseti.“ Forsætisráðherrann sakaði þá Lúkasjenka og Pútín um að ógna stöðugleika Evrópusambandsins með því að hleypa flóttafólki inn um landamæri sambandsins og lýsti ástandinu sem „nýrri tegund af stríði, þar sem fólk er notað sem skildir.“ Eins sakaði hann leiðtogana tvo um að setja á svið leikþátt, sem væri ætlað að skapa ringulreið innan sambandsins. Þá sagði forsætisráðherrann að landamæraöryggi Póllands hefði ekki verið ógnað jafn grimmilega í 30 ár. Lúkasjenka (t.v.) og Pútín eru bandamenn miklir.Mikhail Svetlov/Getty Pólsk stjórnvöld einnig sökuð um misgjörðir Pólsk stjórnvöld hafa þá verið sökuð um að vísa flóttafólki sem komist hefur til Póllands aftur yfir til Hvíta-Rússlands, þvert á alþjóðlegar reglur um hælisleitendur. Þá hefur fréttariturum og fulltrúum alþjóðasamtaka verið meinaður aðgangur að svæðinu þar sem flóttafólkið hefur haldið til. „Enginn hleypir okkur neitt,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shwan Kurd, írökskum flóttamanni sem reynt hefur að komast frá Hvíta-Rússlandi til Póllands. Hann sagði frá því hvernig hann hefði komið til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, frá Baghdad í Írak í upphafi nóvember. Nú væri hann staddur í bráðabirgðabúðum aðeins nokkrum metrum frá gaddavírsgirðingum á landamærum Póllands. „Það er engin leið að sleppa. Pólland vill ekki hleypa okkur inn. Á hverju kvöldi fljúga þyrlur yfir. Þeir leyfa okkur ekki að sofa. Það er hvorki matur né drykkur hérna. Hér eru lítil börn, gamalmenni og konur, og fjölskyldur.“ Hvíta-Rússland Pólland Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Morawiecki að Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ráði förinni hvað krísuna varðar en að ástandið megi þó rekja til „höfuðpaurs í Moskvu.“ Minnst tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sakað Lúkasjenka um að laða flótta- og farandfólk til Hvíta-Rússlands og nota það í pólitískum tilgangi. Rússnesk stjórnvöld hafa lagt til að Evrópusambandið greiði Hvítrússum fyrir að stöðva flæði fólks inn um landamæri sambandsins í Póllandi. Sjálfur hefur Lúkasjenka hafnað því að hann hafi fyrirskipað að flóttafólk yrði sent yfir landamærin til Póllands, í hefndarskyni vegna viðskiptaþvingana gegn Hvíta-Rússlandi. Meirihluti flóttafólksins eru ungir menn, en í hópi þeirra er einnig að finna konur og börn. Fólkið er að meginstefnu til frá Mið-Asíu og Mið-Austurlöndum. Fólkið hefur tjaldað upp við landamærin, rétt innan Hvíta-Rússlands, og er í raun fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Hitastigið við landamærin hefur farið niður fyrir frostmark að undanförnu og nokkur fjöldi flóttafólks hefur þegar látið lífið á svæðinu. Segir leikþátt settan á svið Á neyðarfundi pólska þingsins í dag sagði forsætisráðherrann Morawiecki að árás Lúkasjenka ætti sér höfuðpaur í Moskvu. „Sá höfuðpaur er Pútín Rússlandsforseti.“ Forsætisráðherrann sakaði þá Lúkasjenka og Pútín um að ógna stöðugleika Evrópusambandsins með því að hleypa flóttafólki inn um landamæri sambandsins og lýsti ástandinu sem „nýrri tegund af stríði, þar sem fólk er notað sem skildir.“ Eins sakaði hann leiðtogana tvo um að setja á svið leikþátt, sem væri ætlað að skapa ringulreið innan sambandsins. Þá sagði forsætisráðherrann að landamæraöryggi Póllands hefði ekki verið ógnað jafn grimmilega í 30 ár. Lúkasjenka (t.v.) og Pútín eru bandamenn miklir.Mikhail Svetlov/Getty Pólsk stjórnvöld einnig sökuð um misgjörðir Pólsk stjórnvöld hafa þá verið sökuð um að vísa flóttafólki sem komist hefur til Póllands aftur yfir til Hvíta-Rússlands, þvert á alþjóðlegar reglur um hælisleitendur. Þá hefur fréttariturum og fulltrúum alþjóðasamtaka verið meinaður aðgangur að svæðinu þar sem flóttafólkið hefur haldið til. „Enginn hleypir okkur neitt,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shwan Kurd, írökskum flóttamanni sem reynt hefur að komast frá Hvíta-Rússlandi til Póllands. Hann sagði frá því hvernig hann hefði komið til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, frá Baghdad í Írak í upphafi nóvember. Nú væri hann staddur í bráðabirgðabúðum aðeins nokkrum metrum frá gaddavírsgirðingum á landamærum Póllands. „Það er engin leið að sleppa. Pólland vill ekki hleypa okkur inn. Á hverju kvöldi fljúga þyrlur yfir. Þeir leyfa okkur ekki að sofa. Það er hvorki matur né drykkur hérna. Hér eru lítil börn, gamalmenni og konur, og fjölskyldur.“
Hvíta-Rússland Pólland Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52