Vonar að kindurnar í dalnum jarmi undir með sér Árni Sæberg skrifar 1. ágúst 2021 19:54 Magnús Kjartan Eyjólfsson mun stýra brekkusöng fyrir tómum Herjólfsdal í kvöld. Vísir/Stöð 2 Brekkusöngur á Þjóðhátíð fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt í sextíu manns hafa unnið að uppsetningu enda var ákveðið að bjóða upp á dagskrá í fullri stærð og svo getur fólk keypt sér aðgang að streymi. Einvalið tónlistarfólks mun koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal í kvöld þrátt fyrir að engum verði hleypt inn í dalinn. Þrátt fyrir að lögregla muni sjá til þess að engir gestir verði í dalnum fékk Svava Kristín Grétarsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, þó að laumast í dalinn og skoða sviðið. Hún ræddi einnig við Magnús Kjartan Eyjólfsson sem mun stýra brekkusöngnum í fyrsta skipti í kvöld. Ljóst er að Eyjamenn munu ekki láta sér leiðast í kvöld en búist er við að þeir hópist saman, í hæfilega stóra hópa, og horfi saman á brekkusönginn. Þá munu þeir eflaust taka hraustlega undir og skemmta sér fram á kvöld eins og þeim einum er lagið. „Þetta bara leggst ofsalega vel í mig. Ég var svolítið stressaður í gær, yfir hvernig væri að spila svona fyrir engan í brekkunni en svo horfði ég bara inn í dalinn og sagði þetta verður bara geggjað,“ segir Magnús Kjartan í samtali við fréttastofu. Hann segir ekkert jafnast á við aðstæðurnar í dalnum og að hann sé búinn að reka augun í nokkrar kindur sem hann vonar að muni jarma undir með sér í kvöld. „Þetta verður bara fínt sko, ég hlakka mikið til,“ segir Magnús. Hann segir að það hafi verið erfitt að setja saman lagalista fyrir kvöldið enda séu ofboðslega mörg lög sem koma til greina. „Þegar ég var ráðinn var gert ráð fyrir að það yrðu hérna tuttugu þúsund manns í brekkunni og þá var ég kominn með nokkur lög sem eru kannski ekki þessi týpísku brekkulög, sem fólk hefði getað sungið með í brekkunni en ég dró aðeins úr því þegar ég áttaði mig á því að fólk ætti að vera fyrir framan sjónvarpið að syngja með,“ segir Magnús Kjartan. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Einvalið tónlistarfólks mun koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal í kvöld þrátt fyrir að engum verði hleypt inn í dalinn. Þrátt fyrir að lögregla muni sjá til þess að engir gestir verði í dalnum fékk Svava Kristín Grétarsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, þó að laumast í dalinn og skoða sviðið. Hún ræddi einnig við Magnús Kjartan Eyjólfsson sem mun stýra brekkusöngnum í fyrsta skipti í kvöld. Ljóst er að Eyjamenn munu ekki láta sér leiðast í kvöld en búist er við að þeir hópist saman, í hæfilega stóra hópa, og horfi saman á brekkusönginn. Þá munu þeir eflaust taka hraustlega undir og skemmta sér fram á kvöld eins og þeim einum er lagið. „Þetta bara leggst ofsalega vel í mig. Ég var svolítið stressaður í gær, yfir hvernig væri að spila svona fyrir engan í brekkunni en svo horfði ég bara inn í dalinn og sagði þetta verður bara geggjað,“ segir Magnús Kjartan í samtali við fréttastofu. Hann segir ekkert jafnast á við aðstæðurnar í dalnum og að hann sé búinn að reka augun í nokkrar kindur sem hann vonar að muni jarma undir með sér í kvöld. „Þetta verður bara fínt sko, ég hlakka mikið til,“ segir Magnús. Hann segir að það hafi verið erfitt að setja saman lagalista fyrir kvöldið enda séu ofboðslega mörg lög sem koma til greina. „Þegar ég var ráðinn var gert ráð fyrir að það yrðu hérna tuttugu þúsund manns í brekkunni og þá var ég kominn með nokkur lög sem eru kannski ekki þessi týpísku brekkulög, sem fólk hefði getað sungið með í brekkunni en ég dró aðeins úr því þegar ég áttaði mig á því að fólk ætti að vera fyrir framan sjónvarpið að syngja með,“ segir Magnús Kjartan.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira