Hin brasilísk-íslenska Céu De Agosto hlaut viðurkenningu á Cannes Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2021 12:06 Leikstjóri myndarinnar Jasmin Tenucci ásamt Kára Úlfssyni framleiðanda á verðlaunathöfninni í gær. Aðdend/Kári Úlfsson Céu De Agosto, eða Ágústhiminn, stuttmynd brasilíska leikstjórans Jasmin Tenucci hlaut sérstaka viðurkenningu á verlaunaafhendingu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í gærkvöldi. Tveir Íslendingar komu að gerð myndarinnar. Kári Úlfsson framleiddi og Brúsi Ólason klippti. Kári Úlfsson segist hafa unnið svo náið með leikstjóranum í gegn um allt ferlið, frá sköpun og mótun handritsins, fjármögnunina, tökuferli og loks eftir framleiðslu að viðurkenningin sé honum jafndýrmæt og leikstjóranum. Myndin fékk frábærar viðtökur á hátíðinni, eftir frumsýningu fékk hún fagnaðarköll og dynjandi lófatak. Kári segist hafa haft góða tilfinningu fyrir verðlaunaafhendingunni þar sem hann var viss um að myndin væri meðal þeirra þriggja bestu. Hann segir þó að verðlaunin hafi komið aðstandendum myndarinnar í opna skjöldu þar sem háværir orðrómar voru í Cannes um að önnur mynd myndi fá viðurkenninguna. „Það er alveg yndisleg tilfinning að fá þessa viðurkenningu að við höfum verið aðeins hársbreidd frá Gullpálmanum sjálfum,“ segir Kári „Þetta er big deal!“ Kári minnir einnig á hversu magnað afrek það er að komast inn á aðalkeppni Cannes, burtséð frá viðurkenningunni. Í ár voru 3739 stuttmyndir sendar í keppnina og aðeins tíu komust að, þar af fékk ein hálf-íslensk mynd verðlaun. „Þetta er big deal!“ segir Kári. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Cannes Tengdar fréttir Kári og Brúsi á leið á Cannes: „Ég spurði hvort þetta væri símaat“ Brasilísk-íslenska stuttmyndin Ágústhiminn (p. Céu de Agosto) hefur verið valin í aðalkeppni Cannes hátíðarinnar í ár. Tilkynnt var um valið í gær. 16. júní 2021 15:31 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Tveir Íslendingar komu að gerð myndarinnar. Kári Úlfsson framleiddi og Brúsi Ólason klippti. Kári Úlfsson segist hafa unnið svo náið með leikstjóranum í gegn um allt ferlið, frá sköpun og mótun handritsins, fjármögnunina, tökuferli og loks eftir framleiðslu að viðurkenningin sé honum jafndýrmæt og leikstjóranum. Myndin fékk frábærar viðtökur á hátíðinni, eftir frumsýningu fékk hún fagnaðarköll og dynjandi lófatak. Kári segist hafa haft góða tilfinningu fyrir verðlaunaafhendingunni þar sem hann var viss um að myndin væri meðal þeirra þriggja bestu. Hann segir þó að verðlaunin hafi komið aðstandendum myndarinnar í opna skjöldu þar sem háværir orðrómar voru í Cannes um að önnur mynd myndi fá viðurkenninguna. „Það er alveg yndisleg tilfinning að fá þessa viðurkenningu að við höfum verið aðeins hársbreidd frá Gullpálmanum sjálfum,“ segir Kári „Þetta er big deal!“ Kári minnir einnig á hversu magnað afrek það er að komast inn á aðalkeppni Cannes, burtséð frá viðurkenningunni. Í ár voru 3739 stuttmyndir sendar í keppnina og aðeins tíu komust að, þar af fékk ein hálf-íslensk mynd verðlaun. „Þetta er big deal!“ segir Kári.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Cannes Tengdar fréttir Kári og Brúsi á leið á Cannes: „Ég spurði hvort þetta væri símaat“ Brasilísk-íslenska stuttmyndin Ágústhiminn (p. Céu de Agosto) hefur verið valin í aðalkeppni Cannes hátíðarinnar í ár. Tilkynnt var um valið í gær. 16. júní 2021 15:31 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kári og Brúsi á leið á Cannes: „Ég spurði hvort þetta væri símaat“ Brasilísk-íslenska stuttmyndin Ágústhiminn (p. Céu de Agosto) hefur verið valin í aðalkeppni Cannes hátíðarinnar í ár. Tilkynnt var um valið í gær. 16. júní 2021 15:31