Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. október 2024 09:02 Garpur segist fyrst og fremst þakklátur þeim Andreu og Þorsteini og sínu eigin teymi eftir tökur á Laugaveginum. Leikstjóri kvikmyndar um Laugavegshlaupið segir það hafa verið gríðarlega krefjandi verkefni að fylgja eftir tveimur hlaupurum fyrir myndina. Hlaupið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig, hvorki fyrir hlauparana né tökulið. Myndin er frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag. Hlaupararnir segjast hafa gefið tökuliði lítinn gaum, enda hlaupið nógu krefjandi fyrir. „Laugavegshlaupið er svona frægasta hlaupið sem við eigum á Íslandi, bæði ef horft er á utanvegahlaup en líka bara hlaup yfirhöfuð,“ segir Garpur I. Elísabetarson leikstjóri myndarinnar í samtali við Vísi. Í myndinni fylgir hann eftir þeim Þorsteini Roy Jóhannssyni og Andreu Kolbeinsdóttur í 55 kílómetra löngu hlaupinu. Garpur segir alveg ljóst að áhugi á hlaupi hafi aldrei verið meiri. Höfðu hljóðnema á sér allt hlaupið „Hlaup er stækkandi íþrótt í heiminum og hlaupa myndir og þættir eru mjög vinsælir út um allan heim,“ segir Garpur. Hann segir að þó að á Íslandi sé minni markhópur sé áhuginn á hlaupum alltaf að aukast hérlendis og nefnir bakgarðshlaupin sem slegið hafa í gegn sem dæmi. Þar hefur Garpur verið í beinni útsendingu á Vísi og lýst hlaupunum. „Þessi utanvegahlaup okkar eru hrikalega krefjandi og um leið búum við á einu fallegasta landi í heimi. Þannig ég hugsaði bara að það væri kjörið að sameina áhugavert fólk, krefjandi áskoranir og fallega landið okkar saman í eina mynd.“ Á hlaupunum höfðu þau Þorsteinn og Andrea á sér hljóðnema allan tímann. Garpur segir þau bæði meðal fremstu hlaupara á Íslandi, Þorsteinn hafi þannig verið fyrirfram talinn líklegastur til að vinna hlaupið. „Fyrst og fremst eru þau bæði náttúrulega bara ótrúlega góðar manneskjur. Það var ótrúlegt að vinna með þeim báðum og þau tóku sem betur fer ótrúlega vel í allar brjáluðu hugmyndirnar mínar, eins og að hafa hljóðnema á sér allt hlaupið! Sem var virkilega skemmtileg viðbót við myndina.“ Andrea og Þorsteinn hlupu 55 kílómetra með hljóðnema. Garpur segir það hafa verið alvöru áskorun að fylgja hlaupurunum eftir. Það hafi tekið á, allt frá skipulagningu og til sjálfs hlaupsins. „En ég fekk með mér ótrúlega gott fólk, hæfileikaríkt fólk og jákvætt fólk sem var tilbúið að leggja mikið á sig til að láta þetta ganga upp. En ég lærði líka helling og hlakka til að gera þetta aftur!“ Hann bætir því við að hann hlakki mikið til þess að fólk fái loksins að sjá afraksturinn. „Og að leyfa fólki að njóta þess að fylgjast með þessu ofurfólki hlaupa þessa mögnuðu leið yfir hálendi Íslands.“ Magnað að endurupplifa tilfinningarnar Bæði Þorsteinn og Andrea eru sammála um að Garpi hafi með mynd sinni tekist að fanga þá einstöku stemningu sem sé að finna í Laugavegshlaupinu. Þorsteinn segir ótrúlega fallegt hvað langhlaupi gefi fólki mikla ró og Andrea tekur undir. „Garpur er með þessari mynd búin að uppfylla draum margra sem eru áhugasamir um að fylgjast með hvernig fremstu hlauparar haga sér og hugsa í keppnishlaupum. Stórbrotin náttúra, skemmtileg viðtöl, sandstormur og mjög þreyttir hlauparar í sinni bestu mynd,“ segir Andrea. Þorsteinn og Andrea segjast lítið hafa spáð í því að hafa verið með heilt tökulið á eftir sér. Þorsetinn segir það hafa veitt sér hvatningu frekar en að að það hafi eitthvað truflað. Laugavegshlaupið er eitt mest krefjandi en um leið fallega hlaupið á Íslandi. Gerður Þórarinsdóttir „Það var mjög peppandi og maður gaf alveg extra í þetta vitandi að það væri verið að mynda. En svo komu líka kaflar þar sem að maður tók ekkert eftir myndavélunum eða gleymdi algjörlega hljóðnemanum af því að maður var bara að einbeita sér að því að hlaupa og komast sem hraðast inn í Þórsmörk.“ Bæði hafa Andrea og Þorsteinn fengið að sjá myndina. Þorsteinn segir magnað að endurupplifa sterkar tilfinningar sem hann hafi fundið fyrir í hlaupinu. Andrea segist hlæjandi sérstaklega hafa tekið eftir einu. Sínum eigin andardrætti. „Ég er alltaf að ræskja mig, sem ég hef ekki haft hugmynd um! Ég held þetta sé ekki góður vani, svo ég ætla að reyna að vera meðvituð um að minnka þetta.“ Þau segjast bæði eindregið hvetja lesendur Vísis til þess að prófa Laugavegshlaupið. Nægur tími sé til stefnu fyrir hlaupið á næsta ári til þess að undirbúa sig vel. Þorsteinn varar þó fólk við að mæta óundirbúið til leiks. „Sýndu Laugaveginum þá virðingu sem hann á skilið og æfðu almennilega fyrir hlaupið. Þá fyrst verður þetta stórkostleg upplifun.“ Kvikmyndin er forsýnd í dag í Egilshöll klukkan 17:15. Hægt er að skrá sig á sýninguna með því að smella hér. Hlaup Bíó og sjónvarp Laugavegshlaupið Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Laugavegshlaupið er svona frægasta hlaupið sem við eigum á Íslandi, bæði ef horft er á utanvegahlaup en líka bara hlaup yfirhöfuð,“ segir Garpur I. Elísabetarson leikstjóri myndarinnar í samtali við Vísi. Í myndinni fylgir hann eftir þeim Þorsteini Roy Jóhannssyni og Andreu Kolbeinsdóttur í 55 kílómetra löngu hlaupinu. Garpur segir alveg ljóst að áhugi á hlaupi hafi aldrei verið meiri. Höfðu hljóðnema á sér allt hlaupið „Hlaup er stækkandi íþrótt í heiminum og hlaupa myndir og þættir eru mjög vinsælir út um allan heim,“ segir Garpur. Hann segir að þó að á Íslandi sé minni markhópur sé áhuginn á hlaupum alltaf að aukast hérlendis og nefnir bakgarðshlaupin sem slegið hafa í gegn sem dæmi. Þar hefur Garpur verið í beinni útsendingu á Vísi og lýst hlaupunum. „Þessi utanvegahlaup okkar eru hrikalega krefjandi og um leið búum við á einu fallegasta landi í heimi. Þannig ég hugsaði bara að það væri kjörið að sameina áhugavert fólk, krefjandi áskoranir og fallega landið okkar saman í eina mynd.“ Á hlaupunum höfðu þau Þorsteinn og Andrea á sér hljóðnema allan tímann. Garpur segir þau bæði meðal fremstu hlaupara á Íslandi, Þorsteinn hafi þannig verið fyrirfram talinn líklegastur til að vinna hlaupið. „Fyrst og fremst eru þau bæði náttúrulega bara ótrúlega góðar manneskjur. Það var ótrúlegt að vinna með þeim báðum og þau tóku sem betur fer ótrúlega vel í allar brjáluðu hugmyndirnar mínar, eins og að hafa hljóðnema á sér allt hlaupið! Sem var virkilega skemmtileg viðbót við myndina.“ Andrea og Þorsteinn hlupu 55 kílómetra með hljóðnema. Garpur segir það hafa verið alvöru áskorun að fylgja hlaupurunum eftir. Það hafi tekið á, allt frá skipulagningu og til sjálfs hlaupsins. „En ég fekk með mér ótrúlega gott fólk, hæfileikaríkt fólk og jákvætt fólk sem var tilbúið að leggja mikið á sig til að láta þetta ganga upp. En ég lærði líka helling og hlakka til að gera þetta aftur!“ Hann bætir því við að hann hlakki mikið til þess að fólk fái loksins að sjá afraksturinn. „Og að leyfa fólki að njóta þess að fylgjast með þessu ofurfólki hlaupa þessa mögnuðu leið yfir hálendi Íslands.“ Magnað að endurupplifa tilfinningarnar Bæði Þorsteinn og Andrea eru sammála um að Garpi hafi með mynd sinni tekist að fanga þá einstöku stemningu sem sé að finna í Laugavegshlaupinu. Þorsteinn segir ótrúlega fallegt hvað langhlaupi gefi fólki mikla ró og Andrea tekur undir. „Garpur er með þessari mynd búin að uppfylla draum margra sem eru áhugasamir um að fylgjast með hvernig fremstu hlauparar haga sér og hugsa í keppnishlaupum. Stórbrotin náttúra, skemmtileg viðtöl, sandstormur og mjög þreyttir hlauparar í sinni bestu mynd,“ segir Andrea. Þorsteinn og Andrea segjast lítið hafa spáð í því að hafa verið með heilt tökulið á eftir sér. Þorsetinn segir það hafa veitt sér hvatningu frekar en að að það hafi eitthvað truflað. Laugavegshlaupið er eitt mest krefjandi en um leið fallega hlaupið á Íslandi. Gerður Þórarinsdóttir „Það var mjög peppandi og maður gaf alveg extra í þetta vitandi að það væri verið að mynda. En svo komu líka kaflar þar sem að maður tók ekkert eftir myndavélunum eða gleymdi algjörlega hljóðnemanum af því að maður var bara að einbeita sér að því að hlaupa og komast sem hraðast inn í Þórsmörk.“ Bæði hafa Andrea og Þorsteinn fengið að sjá myndina. Þorsteinn segir magnað að endurupplifa sterkar tilfinningar sem hann hafi fundið fyrir í hlaupinu. Andrea segist hlæjandi sérstaklega hafa tekið eftir einu. Sínum eigin andardrætti. „Ég er alltaf að ræskja mig, sem ég hef ekki haft hugmynd um! Ég held þetta sé ekki góður vani, svo ég ætla að reyna að vera meðvituð um að minnka þetta.“ Þau segjast bæði eindregið hvetja lesendur Vísis til þess að prófa Laugavegshlaupið. Nægur tími sé til stefnu fyrir hlaupið á næsta ári til þess að undirbúa sig vel. Þorsteinn varar þó fólk við að mæta óundirbúið til leiks. „Sýndu Laugaveginum þá virðingu sem hann á skilið og æfðu almennilega fyrir hlaupið. Þá fyrst verður þetta stórkostleg upplifun.“ Kvikmyndin er forsýnd í dag í Egilshöll klukkan 17:15. Hægt er að skrá sig á sýninguna með því að smella hér.
Hlaup Bíó og sjónvarp Laugavegshlaupið Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira