Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 16:01 K pop stórstjarnan Lisa úr BLACKPINK fer með hlutverk í nýrri seríu af The White Lotus. Gilbert Flores/Billboard via Getty Images Aðdáendur hinna gífurlega vinsælu sjónvarpsþátta The White Lotus bíða eflaust spenntir og jafnvel óþreyjufullir eftir nýrri seríu, sem er væntanleg á næsta ári. Nýverið birtist stutt klippa úr seríu þrjú þar sem kunnuglegir karakterar mæta splunkunýjum á framandi slóðum. K-pop súperstjarnan Lisa úr suður-kóresku stúlknasveitinni BLACKPINK fer þar á meðal með hlutverk. The White Lotus er í leikstjórn Mike White og hafa þættirnir unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal fimmtán Emmy verðlauna og tvenna Golden Globe verðlauna. Í fyrstu seríu fer söguþráðurinn fram á lúxushóteli á Hawaii en í annarri gerast ævintýrin og átökin á Sikiley. Tökur fyrir þriðju seríu hafa nú farið fram á Taílandi en Instagram reikningur The White Lotus birti nýverið mynd þar sem hópurinn segist hlakka mikið til að taka á móti nýjum gestum. View this post on Instagram A post shared by The White Lotus (@thewhitelotus) Í örstuttri stiklu fyrir nýju seríuna sést Lisa úr BLACKPINK í hlutverki móttökudömu af lúxushóteli. Hljómsveit hennar er með vinsælli K-pop sveitum heimsins, með sautján milljónir mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify og uppseldra tónleika um allan heim. View this post on Instagram A post shared by British Vogue (@britishvogue) Leikkonan Jennifer Coolidge fór með lykilhlutverk í fyrstu tveimur seríunum sem seinheppna, forríka, óörugga dívan Tanya McQuoid og vann meðal annars til Golden Globe verðlauna fyrir frammistöðu sína. Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) fyrir næstu málsgrein. Aðdáendur leikkonunnar bíða spenntir eftir því að sjá hvort hún birtist eitthvað í nýrri seríu eftir átakanleg endalok í seríu tvö. Þeir þurfa þó að bíða til næsta árs en Mike White á enn eftir að gefa út endanlega dagsetningu á fyrsta þætti. Bíó og sjónvarp Hollywood Taíland Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
The White Lotus er í leikstjórn Mike White og hafa þættirnir unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal fimmtán Emmy verðlauna og tvenna Golden Globe verðlauna. Í fyrstu seríu fer söguþráðurinn fram á lúxushóteli á Hawaii en í annarri gerast ævintýrin og átökin á Sikiley. Tökur fyrir þriðju seríu hafa nú farið fram á Taílandi en Instagram reikningur The White Lotus birti nýverið mynd þar sem hópurinn segist hlakka mikið til að taka á móti nýjum gestum. View this post on Instagram A post shared by The White Lotus (@thewhitelotus) Í örstuttri stiklu fyrir nýju seríuna sést Lisa úr BLACKPINK í hlutverki móttökudömu af lúxushóteli. Hljómsveit hennar er með vinsælli K-pop sveitum heimsins, með sautján milljónir mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify og uppseldra tónleika um allan heim. View this post on Instagram A post shared by British Vogue (@britishvogue) Leikkonan Jennifer Coolidge fór með lykilhlutverk í fyrstu tveimur seríunum sem seinheppna, forríka, óörugga dívan Tanya McQuoid og vann meðal annars til Golden Globe verðlauna fyrir frammistöðu sína. Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) fyrir næstu málsgrein. Aðdáendur leikkonunnar bíða spenntir eftir því að sjá hvort hún birtist eitthvað í nýrri seríu eftir átakanleg endalok í seríu tvö. Þeir þurfa þó að bíða til næsta árs en Mike White á enn eftir að gefa út endanlega dagsetningu á fyrsta þætti.
Bíó og sjónvarp Hollywood Taíland Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira