Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 104-72 | Stjarnan í undanúrslit eftir stórsigur Andri Már Eggertsson skrifar 28. maí 2021 21:18 vísir/bára Stjarnan spilað nánast hinn fullkomna leik frá upphafi til enda. Ef vítanýting Stjörnunnar er sett til hliðar var ekki veikan blett að finna á liðinu hvorki sóknar né varnarlega. Leikurinn endaði með 32 stiga stórsigri 104-72. Stjarnan hefur verið allsráðandi í fyrri hálfleik. Þeir settu tóninn strax í upphafi leiks þar sem þeir komust í 14-2. Þeir héldu síðan áfram að spila frábærlega í sókn út allan fyrri hálfleikinn Stjarnan áttuðu sig á mikilvægi leiksins strax þegar flautað var til leiks og sást langar leiðir að það var mikið hungur í liðinu til að vinna þennan leik. Þeir komust strax í upphafi leiks í 14-2. Í fyrsta leikhluta átti Ægir Þór Steinarsson sviðið hann gerði 12 stig á 7 mínútum og var algjör prímus mótor í sóknarleik Stjörnunnar sem gerði 31 stig á fyrstu tíu mínútunum. Grindavík náði síðan örlítið að dempa niður sóknarleik Stjörnunnar en Stjörnumenn fóru að klikka meira á skotunum sínum og fóru þeir afar illa með vítin sín, þeir hittu úr 5 vítum í 12 tilraunum í fyrri hálfleik. Stjarnan voru 19 stigum yfir þegar haldið var til hálfleiks 49-30 og var ljóst að Grindvíkingar höfðu verk að vinna í seinni hálfleik. Stjarnan komu talsvert betur stemmdir inn í seinni hálfleikinn og ætluðu svo sannarlega ekki að hleypa Grindvíkingum inn í leikinn. Daníel Guðni tók leikhlé í stöðunni 64-37 en skaðinn var skeður og það leikhlé virtist breyta engu í hans liði. Stjarnan skoraði 33 stig í þriðja leikhluta. Það var frábær skemmtun að fylgjast með liðinu og mætti halda að Harlem Globetrotters væru mættir í Mathús Garðabæjar höllina. Stjarnan vann sér það inn í fjórða leikhluta að geta gefið mönnum mínútur á bekknum og því í leiðinni hvílt sína reyndari menn fyrir átökin á móti Þór Þorlákshöfn í næstu umferð. Leikurinn lauk með sigri Stjörnunnar 104-72. Af hverju vann Stjarnan Stjarnan voru frábærir sóknarlega í kvöld, ef 1. og 3. leikhlutar Stjörnunnar eru lagðir saman gerðu þeir aðeins 8 stigum minna en Grindavík gerði allan leikinn. Stjarnan spilaði frábæra vörn sem skilaði þeim 14-2 forskoti strax í byrjun leiks sem þeir bættu síðan talsvert í þegar líða tók á leikinn. Stjarnan var mest 39 stigum yfir í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Ægir Þór Steinarsson átti stórleik. Ægir byrjaði leikinn á að skora 12 stig á 7 mínútum en síðan breytti hann um takt í sínum leik og fór að mata liðsfélaga sína sem Grindvíkingar réðu ekkert við. Ægir Þór spilaði 25 mínútur í leiknum og skilaði hann 15 stigum og gaf hann 13 stoðsendingar. Dúi Þór Jónsson minnti á sig í kvöld. Dúi hefur verið að spila meira eftir að Mirza meiddist og var hann stigahæsti leikmaður Stjörnunnar í kvöld með 19 stig. Hvað gekk illa? Grindavík hafa áður gert í buxurnar þegar liðið mætir í oddaleik og var sama upp á teningnum í kvöld. Það er afar blóðugt að spila sinn slakasta leik í einvígi þegar komið er í oddaleik. Flæði liðsins var ekkert í sókn, þeir gáfu 15 stoðsendingar í öllum leiknum sem var 2 minna en Ægir Þór gaf á 25 mínútum. Líkt og Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari liðsins sagði það fór allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Það er svigrúm fyrir bætingar í vítum Stjörnunnar þeir hittu úr 12 vítum af 20 skotum. Hvað gerist næst? Grindavík er komið í sumarfrí en Stjarnan er komið í undanúrslit þar sem þeir mæta Þór Þorlákshöfn. Arnar: Dúi þarf að drulla sér niður á jörðina það er önnur sería framundan Arnar var sáttur með vörnina hjá Stjörnunni í kvöldVísir/Hulda „Við vorum góðir í kvöld, mér fannst við gera virkilega vel. Við náðum strax fyrsta högginu og litum aldrei um öxl eftir það." „Mér fannst við fyrst og fremst vera góðir varnarlega. Í hálfleik vorum við ekkert með sérstaka nýtingu og þá sérstaklega í vítum," sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar. Stjarnan voru 19 stigum yfir í hálfleik, þegar liðið mætti í seinni hálfleikinn slökuðu þeir hvergi á heldur bættu í forystu sína sem varð til þess að þeir unnu leikinn. „Heilt yfir fannst mér varnarleikurinn góður. Góð vörn var það sem vantaði upp á í síðasta leik en við svöruðum fyrir það í kvöld. Grindavík er með gott lið, þetta var erfið sería og er Daníel að gera frábæra hluti með liðið." Arnar var ánægður með hvernig Ægir las leikinn í kvöld hann byrjaði á að setja stig sjálfur á töfluna en þróaðist síðan í að dæla út stoðsendingum. Arnar var léttur eftir leik og byrjaði á að segja að Dúi Þór Jónsson hafi átt skelfilegan dag í mikilli kaldhæðni. „Dúi er flottur strákur og er óheppinn að vera að spila fyrir aftan Ægir sem er einn af tveimur bestu leikstjórnendum deildarinnar. Eftir meiðsli Mirza getur verið að ég fari að spila honum meira með Ægi." „Dúi var mjög góður í kvöld, ég var mjög ánægður með hans frammistöðu en hann verður að drulla sér niður á jörðina það er önnur sería frammundan." Arnar sagði að hann færi næst að horfa á myndskeiði af leikjum Þór Þorlákshafnar sem er þeirra næsti andstæðingur. Dominos-deild karla Stjarnan UMF Grindavík
Stjarnan spilað nánast hinn fullkomna leik frá upphafi til enda. Ef vítanýting Stjörnunnar er sett til hliðar var ekki veikan blett að finna á liðinu hvorki sóknar né varnarlega. Leikurinn endaði með 32 stiga stórsigri 104-72. Stjarnan hefur verið allsráðandi í fyrri hálfleik. Þeir settu tóninn strax í upphafi leiks þar sem þeir komust í 14-2. Þeir héldu síðan áfram að spila frábærlega í sókn út allan fyrri hálfleikinn Stjarnan áttuðu sig á mikilvægi leiksins strax þegar flautað var til leiks og sást langar leiðir að það var mikið hungur í liðinu til að vinna þennan leik. Þeir komust strax í upphafi leiks í 14-2. Í fyrsta leikhluta átti Ægir Þór Steinarsson sviðið hann gerði 12 stig á 7 mínútum og var algjör prímus mótor í sóknarleik Stjörnunnar sem gerði 31 stig á fyrstu tíu mínútunum. Grindavík náði síðan örlítið að dempa niður sóknarleik Stjörnunnar en Stjörnumenn fóru að klikka meira á skotunum sínum og fóru þeir afar illa með vítin sín, þeir hittu úr 5 vítum í 12 tilraunum í fyrri hálfleik. Stjarnan voru 19 stigum yfir þegar haldið var til hálfleiks 49-30 og var ljóst að Grindvíkingar höfðu verk að vinna í seinni hálfleik. Stjarnan komu talsvert betur stemmdir inn í seinni hálfleikinn og ætluðu svo sannarlega ekki að hleypa Grindvíkingum inn í leikinn. Daníel Guðni tók leikhlé í stöðunni 64-37 en skaðinn var skeður og það leikhlé virtist breyta engu í hans liði. Stjarnan skoraði 33 stig í þriðja leikhluta. Það var frábær skemmtun að fylgjast með liðinu og mætti halda að Harlem Globetrotters væru mættir í Mathús Garðabæjar höllina. Stjarnan vann sér það inn í fjórða leikhluta að geta gefið mönnum mínútur á bekknum og því í leiðinni hvílt sína reyndari menn fyrir átökin á móti Þór Þorlákshöfn í næstu umferð. Leikurinn lauk með sigri Stjörnunnar 104-72. Af hverju vann Stjarnan Stjarnan voru frábærir sóknarlega í kvöld, ef 1. og 3. leikhlutar Stjörnunnar eru lagðir saman gerðu þeir aðeins 8 stigum minna en Grindavík gerði allan leikinn. Stjarnan spilaði frábæra vörn sem skilaði þeim 14-2 forskoti strax í byrjun leiks sem þeir bættu síðan talsvert í þegar líða tók á leikinn. Stjarnan var mest 39 stigum yfir í leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Ægir Þór Steinarsson átti stórleik. Ægir byrjaði leikinn á að skora 12 stig á 7 mínútum en síðan breytti hann um takt í sínum leik og fór að mata liðsfélaga sína sem Grindvíkingar réðu ekkert við. Ægir Þór spilaði 25 mínútur í leiknum og skilaði hann 15 stigum og gaf hann 13 stoðsendingar. Dúi Þór Jónsson minnti á sig í kvöld. Dúi hefur verið að spila meira eftir að Mirza meiddist og var hann stigahæsti leikmaður Stjörnunnar í kvöld með 19 stig. Hvað gekk illa? Grindavík hafa áður gert í buxurnar þegar liðið mætir í oddaleik og var sama upp á teningnum í kvöld. Það er afar blóðugt að spila sinn slakasta leik í einvígi þegar komið er í oddaleik. Flæði liðsins var ekkert í sókn, þeir gáfu 15 stoðsendingar í öllum leiknum sem var 2 minna en Ægir Þór gaf á 25 mínútum. Líkt og Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari liðsins sagði það fór allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Það er svigrúm fyrir bætingar í vítum Stjörnunnar þeir hittu úr 12 vítum af 20 skotum. Hvað gerist næst? Grindavík er komið í sumarfrí en Stjarnan er komið í undanúrslit þar sem þeir mæta Þór Þorlákshöfn. Arnar: Dúi þarf að drulla sér niður á jörðina það er önnur sería framundan Arnar var sáttur með vörnina hjá Stjörnunni í kvöldVísir/Hulda „Við vorum góðir í kvöld, mér fannst við gera virkilega vel. Við náðum strax fyrsta högginu og litum aldrei um öxl eftir það." „Mér fannst við fyrst og fremst vera góðir varnarlega. Í hálfleik vorum við ekkert með sérstaka nýtingu og þá sérstaklega í vítum," sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar. Stjarnan voru 19 stigum yfir í hálfleik, þegar liðið mætti í seinni hálfleikinn slökuðu þeir hvergi á heldur bættu í forystu sína sem varð til þess að þeir unnu leikinn. „Heilt yfir fannst mér varnarleikurinn góður. Góð vörn var það sem vantaði upp á í síðasta leik en við svöruðum fyrir það í kvöld. Grindavík er með gott lið, þetta var erfið sería og er Daníel að gera frábæra hluti með liðið." Arnar var ánægður með hvernig Ægir las leikinn í kvöld hann byrjaði á að setja stig sjálfur á töfluna en þróaðist síðan í að dæla út stoðsendingum. Arnar var léttur eftir leik og byrjaði á að segja að Dúi Þór Jónsson hafi átt skelfilegan dag í mikilli kaldhæðni. „Dúi er flottur strákur og er óheppinn að vera að spila fyrir aftan Ægir sem er einn af tveimur bestu leikstjórnendum deildarinnar. Eftir meiðsli Mirza getur verið að ég fari að spila honum meira með Ægi." „Dúi var mjög góður í kvöld, ég var mjög ánægður með hans frammistöðu en hann verður að drulla sér niður á jörðina það er önnur sería frammundan." Arnar sagði að hann færi næst að horfa á myndskeiði af leikjum Þór Þorlákshafnar sem er þeirra næsti andstæðingur.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum