„Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Siggeir Ævarsson skrifar 19. desember 2024 21:56 Jóhann Þór þurfti enn einn leikinn að sætta sig við stöngin út frammistöðu Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar máttu sætta sig við 120-112 tap gegn KR í framlengdum leik í kvöld en Grindvíkingar kláruðu leikinn nánast á fimm leikmönnum eftir að hafa misst Jordan Aboudou út úr húsi með tvær tæknivillur og Daniel Mortensen af velli með fimm villur. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ósáttur með að tapa enn einu sinni á svekkjandi hátt. Stöngin út eins og hann hefur sagt nokkrum sinnum áður í vetur. „Hörku leikur á móti góðu KR liði. Ég held að þetta sé fimmta tapið okkar í vetur og aftur er þetta svekkjandi, einhvern veginn stöngin út. Það vantar svolítið upp á hjá okkur. Það er erfitt að kyngja því á þessum tíma en við erum ekkert að staldra við þetta. „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik.“ Aðspurður um brottrekstur Aboudou sagði Jóhann að þetta væri bara pirringur yfir því að vera ekki í standi, og blaðamaður ætti að þekkja þetta. „Hann sagði bara eitthvað við Kidda. Hann er náttúrulega bara pirraður á því að vera ekki kominn lengra en hann er. Vera bara ekki í betra standi. Við þekkjum þetta báðir, við erum með bjórvömb og nennum ekki í ræktina. Þetta er bara pirringur. Kiddi er bara með allt í teskeið, hann átti þetta skilið og bara út úr húsi.“ Jóhann var ekki sáttur með meirihlutann af þeim villum sem Daniel Mortensen fékk á sig í kvöld. „Auðvitað erfitt að missa Daniel út. Hann fær einhverjar tvær þrjár villur sem eru bara ekki villur. Það er ennþá meira svekkjandi fyrir vikið. Auðvitað bara erfitt að missa hann út en samt skilurðu, við gerum ágætlega og höldum okkur inni í þessu. Þetta fer í framlengingu. Fáum séns til að koma þessu í tvö stig en það klikkar. Eins og ég sagði áðan, pínu svona stöngin út.“ DeAndre Kane var ekki með Grindvíkingum í kvöld en Jóhann sagði að það ætti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann bað bara um leyfi að fá að fara aðeins fyrr heim út af persónulegum ástæðum Ég varð við því, ekkert vesen sko.“ Það er stutt jólafrí framundan í deildinni. Jóhann ætlar ekki að taka neinar aukaæfingar en hann er ekki sáttur með þá ákvörðun að næsti leikur sé 2. janúar og setur stórt spurningamerki við það. „Við höldum bara í okkar venjur. Ég gef þeim gott frí alveg fram að jólum. Við komum svo aftur saman eftir jól. Það veitir ekkert af því, ég veit svo sem ekki í hvaða reykherbergi það var ákveðið að spila 2. janúar. Bara stutt og gott frí og svo bara áfram gakk.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ósáttur með að tapa enn einu sinni á svekkjandi hátt. Stöngin út eins og hann hefur sagt nokkrum sinnum áður í vetur. „Hörku leikur á móti góðu KR liði. Ég held að þetta sé fimmta tapið okkar í vetur og aftur er þetta svekkjandi, einhvern veginn stöngin út. Það vantar svolítið upp á hjá okkur. Það er erfitt að kyngja því á þessum tíma en við erum ekkert að staldra við þetta. „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik.“ Aðspurður um brottrekstur Aboudou sagði Jóhann að þetta væri bara pirringur yfir því að vera ekki í standi, og blaðamaður ætti að þekkja þetta. „Hann sagði bara eitthvað við Kidda. Hann er náttúrulega bara pirraður á því að vera ekki kominn lengra en hann er. Vera bara ekki í betra standi. Við þekkjum þetta báðir, við erum með bjórvömb og nennum ekki í ræktina. Þetta er bara pirringur. Kiddi er bara með allt í teskeið, hann átti þetta skilið og bara út úr húsi.“ Jóhann var ekki sáttur með meirihlutann af þeim villum sem Daniel Mortensen fékk á sig í kvöld. „Auðvitað erfitt að missa Daniel út. Hann fær einhverjar tvær þrjár villur sem eru bara ekki villur. Það er ennþá meira svekkjandi fyrir vikið. Auðvitað bara erfitt að missa hann út en samt skilurðu, við gerum ágætlega og höldum okkur inni í þessu. Þetta fer í framlengingu. Fáum séns til að koma þessu í tvö stig en það klikkar. Eins og ég sagði áðan, pínu svona stöngin út.“ DeAndre Kane var ekki með Grindvíkingum í kvöld en Jóhann sagði að það ætti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann bað bara um leyfi að fá að fara aðeins fyrr heim út af persónulegum ástæðum Ég varð við því, ekkert vesen sko.“ Það er stutt jólafrí framundan í deildinni. Jóhann ætlar ekki að taka neinar aukaæfingar en hann er ekki sáttur með þá ákvörðun að næsti leikur sé 2. janúar og setur stórt spurningamerki við það. „Við höldum bara í okkar venjur. Ég gef þeim gott frí alveg fram að jólum. Við komum svo aftur saman eftir jól. Það veitir ekkert af því, ég veit svo sem ekki í hvaða reykherbergi það var ákveðið að spila 2. janúar. Bara stutt og gott frí og svo bara áfram gakk.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik