Körfubolti

Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steeve Ho You Fat í leik með Haukum fyrr í vetur.
Steeve Ho You Fat í leik með Haukum fyrr í vetur. Vísir/Viktor Freyr

Tveir leikmenn úr Bónus deildar karla í körfubolta voru í dag dæmdir í leikbann af Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands.

Steeve Ho You Fat, leikmaður Hauka, var dæmdur í tveggja leikja bann vegna háttsemi sinnar í bikarleik Breiðabliks gegn Haukum sem fram fór þann 9. desember 2024.

Jordan Semple, leikmaður Þór Þorlákshafnar var dæmdur í eins leiks bann vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Þorlákshafnar gegn Álftanesi sem fram fór þann 13. desember 2024.

Það gekk mikið á í þessum bikarleik Breiðabliks og Hauka því tveir Blikar voru einnig dæmdir í bann og þrír aðrir til viðbótar fengu áminningu.

Logi Guðmundsson, leikmaður Breiðabliks fékk eins leiks bann vegna háttsemi sinnar í leik Breiðabliks gegn Haukum sem fram fór þann 9. desember 2024.

Alexander Hrafnsson, leikmaður Breiðabliks fékk eins leiks bann vegna háttsemi sinnar í leik Breiðabliks gegn Haukum sem fram fór þann 9. desember 2024.

Zoran Virkic, Ragnar Jósep Ragnarsson og Ólafur Snær Eyjólfsson, leikmenn Breiðabliks fengu allir áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Breiðabliks gegn Haukum sem fram fór þann 9. desember 2024.

Sjá fréttina á heimasíðu KKÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×