Sport

Cul­len stormaði út af blaða­manna­fundi

Siggeir Ævarsson skrifar
Cullen fagnaði vel í lokin en var svo eins og snúið roð í hund í viðtölum eftir viðureignina
Cullen fagnaði vel í lokin en var svo eins og snúið roð í hund í viðtölum eftir viðureignina vísir/Getty

Joe Cullen vann góðan 3-0 sigur á Wessel Nijman á heimsmeistaramótinu í pílukasti í dag en hegðun hans í viðtölum eftir viðureignina vakti töluvert meiri athygli en viðureignin sjálf.

Strax eftir að viðureigninni lauk var Cullen tekinn í viðtal og var vægast sagt stuttur í spuna og svaraði flestum spurningum með eins atkvæðis orðum.

Á blaðamannafundinum í kjölfarið bætti Cullen í og neitaði einfaldlega að svara spurningum en fjölmiðlar og veðbankar höfðu flestir afskrifað hann fyrirfram.

„Mér hefur ekki verið sýnd nein virðing svo að ég mun ekki sýna ykkur neina virðingu í kvöld. Ég ætla að fara heim. Takk fyrir mig!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×