Fótbolti

Vonin um Meistara­deildar­sæti nánast úr sögunni eftir tap

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al Arabi í Katar.
Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al Arabi í Katar. Getty/Simon Holmes

Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar hafa verið á góðu skriði og voru að blanda sér í baráttuna um sæti í Meistaradeild Asíu en 2-0 tap gegn Al Rayyan í dag setti strik í reikninginn.

Al Arabi komst lítt áleiðis gegn Al Rayyan í dag. Heimamenn komust yfir eftir aðeins fimmtán mínútna leik og gerðu svo endanlega út um leikinn með öðru marki sínu þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Svekkjandi 2-0 tap niðurstaðan í leik sem Al Arabi þurfti að vinna. Al Arabi er sem stendur í 7. sæti deildarinnar með 26 stig að loknum 19 leikjum á meðan Al Rayyan er í 3. sætinu – því síðasta sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Asíu – með 34 stig.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al Arabi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×