Handbolti

Tékkar ekki með á HM vegna hópsmits

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tékkar þurftu að gefa sæti sitt á HM í Egyptalandi eftir.
Tékkar þurftu að gefa sæti sitt á HM í Egyptalandi eftir. getty/Martin Rose

Tékkland hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðsins.

Sautján af þeim 21 leikmanni sem Tékkar ætluðu að senda á HM voru ófærir um það. Því var tekin ákvörðun að hætta við HM-förina.

Norður-Makedónía er fyrsta varaþjóð inn á HM og tekur að öllum líkindum sæti Tékklands á mótinu.

Norður-Makedóníumenn verða þá í G-riðli með heimaliði Egypta, Svíum og Sílemönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×