Vísa ásökunum um gluggagægjur á bug Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 16:23 Þórdís Björk Sigurþórsdóttir sagði að lögregluþjónar hefðu bankað upp á um klukkan hálf tólf á föstudagskvöld og beðið um að fá að koma inn. Vísir/Aðsend Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar ásökunum um gluggagægjur lögregluþjóna í Hafnarfirði alfarið á bug. Er þar um tilvísun í frétt mbl.is að ræða þar sem rætt var við konu í Hafnarfirði sem gagnrýndi lögregluna eftir að lögregluþjónar könnuðu hvort verið væri að brjóta samkomureglur á heimili hennar. Þórdís Björk Sigurþórsdóttir sagði að lögregluþjónar hefðu bankað upp á um klukkan hálf tólf á föstudagskvöld og beðið um að fá að koma inn. Hún sagðist hafa stigið út og rætt við þá en ekki hleypt þeim inn. Þess í stað hefði hún minnt þá á stjórnarskrána og friðhelgi heimilisins. Hún segir einn hafa kíkt inn um glugga á heimilinu til að sjá hver margir væru inni. Segist ekki hafa komist inn í húsið Á einum tímapunkti hafi hún ekki komist inn í húsið aftur þar sem lögregluþjónn stóð fyrir henni og síðar hafi hann sett fótinn á þröskuldinn og komið í veg fyrir að hún gæti lokað dyrunum. Hún sagðist í samtali við mbl.is ekki viss um hve margir hefðu verið þar inni. Þeir hefðu verið eitthvað um tíu en fleiri en það mega ekki koma saman samkvæmt núverandi reglugerð heilbrigðisráðherra. Gestirnir væru vinir 16 ára sonar hennar sem voru að taka þátt í stafrænni kvöldvöku nemendafélags Verzlunarskólans. Lögregluþjónn að kíkja inn um glugga í umræddu húsi.Vísir/Aðsend Tilkynningar um fjölmennt unglingasamkvæmi Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að tilkynningar hafi borist um fjölmennt unglingasamkvæmi og brot á reglu um fjöldasamkomu. Lögregluþjónum á vettvangi hafi þótt þeir sem tilkynntu um málið haft eitthvað til síns máls. Um tuttugu ungmenni hafi sést yfirgefa heimilið og öll hafi þau verið grímulaus. „Áðurnefndur húsráðandi var lítt samvinnuþýður og hreytti fúkyrðum í lögreglumenn á vettvangi, en meðan á því stóð sáust um 20 ungmenni, öll grímulaus, yfirgefa húsið,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að meintar gluggagægjur hafi verið á þann veg að lögregluþjónn hafi horft í gegnum glugga framan á húsinu til að telja ungmenni sem verið var að koma út um bakdyr. Segja brot geta valdið ófyrirséðum afleiðingum „Og um undrun hans á forgangsverkefnum skal upplýst að þau snúa m.a. að hugsanlegum brotum á sóttvarnareglum en sóttvarnalæknir hefur haft sérstakar áhyggjur af því að fólk frá mörgum heimilum safnist saman. Þess vegna ættu aðgerðir lögreglu að koma fáum óvart enda kann brot á sóttvarnareglum að valda ófyrirséðum afleiðingum.“ Enn fremur segir að lögreglan telji lögregluþjóna á vettvangi hafa gætt meðalhófs í aðgerðum og er það meðal annars byggt á upptökum úr búkmyndavélum þeirra. Lögreglumál Hafnarfjörður Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar ásökunum um gluggagægjur lögregluþjóna í Hafnarfirði alfarið á bug. Er þar um tilvísun í frétt mbl.is að ræða þar sem rætt var við konu í Hafnarfirði sem gagnrýndi lögregluna eftir að lögregluþjónar könnuðu hvort verið væri að brjóta samkomureglur á heimili hennar. Þórdís Björk Sigurþórsdóttir sagði að lögregluþjónar hefðu bankað upp á um klukkan hálf tólf á föstudagskvöld og beðið um að fá að koma inn. Hún sagðist hafa stigið út og rætt við þá en ekki hleypt þeim inn. Þess í stað hefði hún minnt þá á stjórnarskrána og friðhelgi heimilisins. Hún segir einn hafa kíkt inn um glugga á heimilinu til að sjá hver margir væru inni. Segist ekki hafa komist inn í húsið Á einum tímapunkti hafi hún ekki komist inn í húsið aftur þar sem lögregluþjónn stóð fyrir henni og síðar hafi hann sett fótinn á þröskuldinn og komið í veg fyrir að hún gæti lokað dyrunum. Hún sagðist í samtali við mbl.is ekki viss um hve margir hefðu verið þar inni. Þeir hefðu verið eitthvað um tíu en fleiri en það mega ekki koma saman samkvæmt núverandi reglugerð heilbrigðisráðherra. Gestirnir væru vinir 16 ára sonar hennar sem voru að taka þátt í stafrænni kvöldvöku nemendafélags Verzlunarskólans. Lögregluþjónn að kíkja inn um glugga í umræddu húsi.Vísir/Aðsend Tilkynningar um fjölmennt unglingasamkvæmi Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að tilkynningar hafi borist um fjölmennt unglingasamkvæmi og brot á reglu um fjöldasamkomu. Lögregluþjónum á vettvangi hafi þótt þeir sem tilkynntu um málið haft eitthvað til síns máls. Um tuttugu ungmenni hafi sést yfirgefa heimilið og öll hafi þau verið grímulaus. „Áðurnefndur húsráðandi var lítt samvinnuþýður og hreytti fúkyrðum í lögreglumenn á vettvangi, en meðan á því stóð sáust um 20 ungmenni, öll grímulaus, yfirgefa húsið,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að meintar gluggagægjur hafi verið á þann veg að lögregluþjónn hafi horft í gegnum glugga framan á húsinu til að telja ungmenni sem verið var að koma út um bakdyr. Segja brot geta valdið ófyrirséðum afleiðingum „Og um undrun hans á forgangsverkefnum skal upplýst að þau snúa m.a. að hugsanlegum brotum á sóttvarnareglum en sóttvarnalæknir hefur haft sérstakar áhyggjur af því að fólk frá mörgum heimilum safnist saman. Þess vegna ættu aðgerðir lögreglu að koma fáum óvart enda kann brot á sóttvarnareglum að valda ófyrirséðum afleiðingum.“ Enn fremur segir að lögreglan telji lögregluþjóna á vettvangi hafa gætt meðalhófs í aðgerðum og er það meðal annars byggt á upptökum úr búkmyndavélum þeirra.
Lögreglumál Hafnarfjörður Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira