Fótbolti

Sænsku bronsstelpurnar sem berjast við Ísland um EM-sæti

Sindri Sverrisson skrifar
Sænska landsliðið er ógnarsterkt eins og sýndi sig á HM í fyrra.
Sænska landsliðið er ógnarsterkt eins og sýndi sig á HM í fyrra. VÍSIR/GETTY

Bronslið HM kvenna í fótbolta frá síðasta ári, Svíþjóð, mætir Íslandi á Laugardalsvelli 22. september. Sænski landsliðshópurinn hefur verið tilkynntur.

Ljóst er að leikir Íslands og Svíþjóðar ráða úrslitum um hvort liðanna endar í efsta sæti F-riðils í undankeppni EM, og kemst þar með beint á EM. Leikið er í níu undanriðlum og komast þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti einnig beint á EM, en sex lið fara í umspil um þrjú laus sæti. Hvert stig skiptir því máli.

Í hópnum sem sænski landsliðsþjálfarinn Peter Gerhardsson valdi fyrir leikina við Ungverjaland og Ísland má meðal annars sjá Stinu Blackstenius, sem átt hefur við meiðsli að stríða. Þar eru einnig hin 36 ára gamla Nilla Fischer og Olivia Scough, sem hafa verið utan hóps um hríð.

Fyrirliðinn Caroline Seger er reynslumest í hópnum með yfir 200 landsleiki, og Kosovare Asllani sem nú er á mála hjá Real Madrid er markahæst með 37 mörk í 140 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×