Fótbolti

Matthías lék allan leikinn í svekkjandi tapi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Matthías hefur átt betri leiki.
Matthías hefur átt betri leiki. Vísir/Vålerenga

Einn leikur fór fram í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn í fremstu víglínu hjá Vålerenga er liðið tapaði 2-1 gegn Start á útivelli. Sigurmarkið kom á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Heimamenn komust yfir á 23. mínútu og þannig var staðan er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þannig var staðan raunar allt fram á 75. mínútu þegar gestirnir jöfnuðu metin.

Stefndi í að leiknum myndi ljúka með 1-1 jafntefli en Eirik Schulze skoraði sigurmark Start þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Var flautað til leiksloka í kjölfarið og Jóhannes Þór Harðarson – þjálfari Start – gat leyft sér að fagna vel og innilega. Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í leikmannahóp liðsins að þessu sinni.

Matthías hefur átt betri leiki en samkvæmt vefsíðunni SofaScore fékk hann 6.6. í einkunn – enginn leikmaður liðsins fékk lægri einkunn.

Var þetta aðeins annar sigur Start á tímabilinu en liðið er með 12 stig þegar 15 umferðum er lokið. Vålerenga hefði með sigri farið yfir Rosenborg í töflunni en liðið er sem stendur í 5. sæti með 23 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×