Fótbolti

Ingibjörg á toppinn í Noregi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir virðist ætla að vera í toppbaráttu í Noreg það sem eftir lifir tímabils.
Ingibjörg Sigurðardóttir virðist ætla að vera í toppbaráttu í Noreg það sem eftir lifir tímabils. vísir/getty

Miðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Vålerenga er liðið gerði markalaust jafntefli við Rosenberg á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ingibjörg fékk gult spjald þegar fimm mínútur voru til leiksloka en hún lék allan leikinn að venju.

Jafnteflið þýðir að Vålerenga er sem stendur á toppi deildarinnar með 17 stig eftir átta umferðir.

Hin 22 ára Ingibjörg hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2018. Fyrst um sinn í Svíþjóð en hún flutti sig yfir til Noregs fyrir þetta tímabil. Hún hefur alls leikið 30 A-landsleiki ásamt fjölda leikja fyrir yngri landsliðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×