Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Sindri Sverrisson skrifar 11. ágúst 2020 13:30 Boli Bolingoli verður hugsanlega í agabanni þegar Celtic mætir KR, ef leikurinn fer á annað borð fram. SAMSETT/GETTY/BÁRA Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila tvo leiki sem það átti að spila fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. Celtic á að taka á móti KR í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir slétta viku. Ekki liggur hins vegar ljóst fyrir nákvæmlega hvernig skosku meisturunum verður refsað eftir að varnarmaðurinn Boli Bolingoli skaust til Spánar í leyfisleysi og spilaði svo í skosku úrvalsdeildinni á sunnudag, án þess að fara í sóttkví. Næst fer rauða spjaldið á loft Nicola Sturgeon, forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands, sagði í dag ljóst að fólk ætti ekki að búast við því að sjá leiki með Celtic á næstu dögum. Hið sama gildir um Aberdeen eftir að átta leikmenn liðsins fóru saman á knæpu. „Lítið á daginn í dag sem gula spjaldið. Næst getum við ekki annað en lyft rauða spjaldinu,“ sagði Sturgeon. Celtic átti að mæta St Mirren á morgun og svo Aberdeen um helgina, en leikurinn við KR er næsta þriðjudag. Erfitt að ímynda sér meira ábyrgðarleysi Sturgeon hefur nú krafið skoska knattspyrnusambandið um skýrar reglur um það hvernig leikmönnum sem brjóti sóttvarnareglur verði refsað. Enn kemur til greina að fresta fleiri leikjum og ekki er útilokað að öllum leikjum helgarinnar verði frestað í Skotlandi. Celtic og Bolingoli hafa beðist afsökunar á framferði leikmannsins. „Það er erfitt að ímynda sér meira ábyrgðarleysi en sýnt var við þessar aðstæður, og við getum hreinlega ekki útskýrt þetta. Félagið mun strax bregðast við með sínum agareglum,“ sagði í yfirlýsingu frá Celtic. Þar sagði janframt að allir leikmenn og starfslið Celtic hefðu farið í tvær skimanir eftir að upp komst um brot Bolingoli og öll próf hefðu reynst neikvæð. Það afsaki þó á engan hátt „heimskupör“ hans. Skotland KR Meistaradeild Evrópu Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58 Þórólfur leggur til að hópíþróttir hefjist að nýju Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til í minnisblaði til heilbrigðisráðherra að íþróttir með snertingu verði leyfðar að nýju. 10. ágúst 2020 14:33 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Rúnar: Gæti verið með alla leikmennina á æfingu í líkamsræktarstöð og í sundi Þjálfari Íslandsmeistara KR er ekki par sáttur við þær reglur sem gilda um knattspyrnufólk og leiki hér á landi. 10. ágúst 2020 10:00 „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila tvo leiki sem það átti að spila fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. Celtic á að taka á móti KR í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir slétta viku. Ekki liggur hins vegar ljóst fyrir nákvæmlega hvernig skosku meisturunum verður refsað eftir að varnarmaðurinn Boli Bolingoli skaust til Spánar í leyfisleysi og spilaði svo í skosku úrvalsdeildinni á sunnudag, án þess að fara í sóttkví. Næst fer rauða spjaldið á loft Nicola Sturgeon, forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands, sagði í dag ljóst að fólk ætti ekki að búast við því að sjá leiki með Celtic á næstu dögum. Hið sama gildir um Aberdeen eftir að átta leikmenn liðsins fóru saman á knæpu. „Lítið á daginn í dag sem gula spjaldið. Næst getum við ekki annað en lyft rauða spjaldinu,“ sagði Sturgeon. Celtic átti að mæta St Mirren á morgun og svo Aberdeen um helgina, en leikurinn við KR er næsta þriðjudag. Erfitt að ímynda sér meira ábyrgðarleysi Sturgeon hefur nú krafið skoska knattspyrnusambandið um skýrar reglur um það hvernig leikmönnum sem brjóti sóttvarnareglur verði refsað. Enn kemur til greina að fresta fleiri leikjum og ekki er útilokað að öllum leikjum helgarinnar verði frestað í Skotlandi. Celtic og Bolingoli hafa beðist afsökunar á framferði leikmannsins. „Það er erfitt að ímynda sér meira ábyrgðarleysi en sýnt var við þessar aðstæður, og við getum hreinlega ekki útskýrt þetta. Félagið mun strax bregðast við með sínum agareglum,“ sagði í yfirlýsingu frá Celtic. Þar sagði janframt að allir leikmenn og starfslið Celtic hefðu farið í tvær skimanir eftir að upp komst um brot Bolingoli og öll próf hefðu reynst neikvæð. Það afsaki þó á engan hátt „heimskupör“ hans.
Skotland KR Meistaradeild Evrópu Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58 Þórólfur leggur til að hópíþróttir hefjist að nýju Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til í minnisblaði til heilbrigðisráðherra að íþróttir með snertingu verði leyfðar að nýju. 10. ágúst 2020 14:33 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Rúnar: Gæti verið með alla leikmennina á æfingu í líkamsræktarstöð og í sundi Þjálfari Íslandsmeistara KR er ekki par sáttur við þær reglur sem gilda um knattspyrnufólk og leiki hér á landi. 10. ágúst 2020 10:00 „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. 11. ágúst 2020 11:58
Þórólfur leggur til að hópíþróttir hefjist að nýju Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja það til í minnisblaði til heilbrigðisráðherra að íþróttir með snertingu verði leyfðar að nýju. 10. ágúst 2020 14:33
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15
Rúnar: Gæti verið með alla leikmennina á æfingu í líkamsræktarstöð og í sundi Þjálfari Íslandsmeistara KR er ekki par sáttur við þær reglur sem gilda um knattspyrnufólk og leiki hér á landi. 10. ágúst 2020 10:00
„Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15
KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48