Tíu ára börn þátttakendur í ofbeldi sem tekið er upp á myndskeið og birt á netinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2020 18:53 Myndbönd af ungmennum sem beita önnur ungmenni ofbeldi eru í dreifingu á netinu. Dæmi eru um að 10 ára börn taki þátt í athæfinu. Lögregla lítur málið alvarlegum augum og telur að ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. „Okkur finnst eins og ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. Við sjáum fleiri slagsmál og við höfum verið að fá ábendingar um síður þar sem verið er að birta slagsmálamyndbönd,“ sagði Marta Kristín Hreiðarsdóttir, verkefnastjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Endurtekin högg og spörk í höfuð og búk Á miðlinum instagram má finna síður þar sem birt eru myndbönd af ungmennum að beita önnur ungmenni ofbeldi. Á meðan ofbeldinu stendur standa aðrir aðgerðarlausir í kring eða hvetja þau til dáða. Einnig skora þau á hvort annað að birta myndbönd af slagsmálum. „Á þessum myndböndum sjáum við oft að það er verið að slá og sparka ítrekað í höfuð og búk,“ sagði Marta Kristín. Myndböndin eru flest á lokuðum síðum.STÖÐ2 Marta Kristín segir athæfið af erlendri fyrirmynd. Börn og ungmenni boða hvort annað í hópslagsmál sem taka á upp á myndskeið. „Þá mætir hann og þá er sagt „Við ætlum í slag einn á einn“ en svo í sumum tilfellum ef hann verður undir þá stökkva fleiri inn og ganga í skrokk á þessum sem var boðaður,“ sagði Marta Kristín. 10 ára börn þátttakendur Ein síða er með rúmlega 1500 fylgjendur. Á henni eru 54 myndbönd af ungmennum í slag, en horft hefur verið á hvert og eitt myndband um 1500 sinnum. „Þau virðast vera frá svona 10-12 ára og upp í framhaldsskóla. Mest eru þetta ungmenni í unglingadeildum í grunnskóla, af þeim myndböndum sem við höfum séð,“ sagði Marta Kristín. Hún biðlar til foreldra að láta lögreglu vita verði þeir varir við umrædd myndbönd. Hægt er að tilkynna slík myndbönd hér. „Best er ef það fylgja upplýsingar um hvar þetta er tekið, hvenær eða hverjir eru á myndbandinu svo það sé hægt að vinna það áfram,“ sagði Marta Kristín. Málið er litið alvarlegum augum og hvetur lögreglan foreldra til að ræða við börn sín um þá ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í svona athæfi og hættuna sem því fylgir. Bendir lögregla á að það fylgi því einnig ábyrgð að standa og horfa á umrætt athæfi. „Ástæðan fyrir því að við erum að taka þetta svona alvarlega er vegna þess að við höfum í gegnum tíðina dæmi um að krakkar hafa meiðst alvarlega og við höfum reyndar eldri dæmi um að viðkomandi hafi lent í hjólastól,“ sagði Marta Kristín. Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Myndbönd af ungmennum sem beita önnur ungmenni ofbeldi eru í dreifingu á netinu. Dæmi eru um að 10 ára börn taki þátt í athæfinu. Lögregla lítur málið alvarlegum augum og telur að ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. „Okkur finnst eins og ofbeldi sé að aukast meðal ungmenna. Við sjáum fleiri slagsmál og við höfum verið að fá ábendingar um síður þar sem verið er að birta slagsmálamyndbönd,“ sagði Marta Kristín Hreiðarsdóttir, verkefnastjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Endurtekin högg og spörk í höfuð og búk Á miðlinum instagram má finna síður þar sem birt eru myndbönd af ungmennum að beita önnur ungmenni ofbeldi. Á meðan ofbeldinu stendur standa aðrir aðgerðarlausir í kring eða hvetja þau til dáða. Einnig skora þau á hvort annað að birta myndbönd af slagsmálum. „Á þessum myndböndum sjáum við oft að það er verið að slá og sparka ítrekað í höfuð og búk,“ sagði Marta Kristín. Myndböndin eru flest á lokuðum síðum.STÖÐ2 Marta Kristín segir athæfið af erlendri fyrirmynd. Börn og ungmenni boða hvort annað í hópslagsmál sem taka á upp á myndskeið. „Þá mætir hann og þá er sagt „Við ætlum í slag einn á einn“ en svo í sumum tilfellum ef hann verður undir þá stökkva fleiri inn og ganga í skrokk á þessum sem var boðaður,“ sagði Marta Kristín. 10 ára börn þátttakendur Ein síða er með rúmlega 1500 fylgjendur. Á henni eru 54 myndbönd af ungmennum í slag, en horft hefur verið á hvert og eitt myndband um 1500 sinnum. „Þau virðast vera frá svona 10-12 ára og upp í framhaldsskóla. Mest eru þetta ungmenni í unglingadeildum í grunnskóla, af þeim myndböndum sem við höfum séð,“ sagði Marta Kristín. Hún biðlar til foreldra að láta lögreglu vita verði þeir varir við umrædd myndbönd. Hægt er að tilkynna slík myndbönd hér. „Best er ef það fylgja upplýsingar um hvar þetta er tekið, hvenær eða hverjir eru á myndbandinu svo það sé hægt að vinna það áfram,“ sagði Marta Kristín. Málið er litið alvarlegum augum og hvetur lögreglan foreldra til að ræða við börn sín um þá ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í svona athæfi og hættuna sem því fylgir. Bendir lögregla á að það fylgi því einnig ábyrgð að standa og horfa á umrætt athæfi. „Ástæðan fyrir því að við erum að taka þetta svona alvarlega er vegna þess að við höfum í gegnum tíðina dæmi um að krakkar hafa meiðst alvarlega og við höfum reyndar eldri dæmi um að viðkomandi hafi lent í hjólastól,“ sagði Marta Kristín.
Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira