Börn og uppeldi

Fréttamynd

Skjárinn og börnin

Umræður um skjátíma barna og unglinga og möguleg tengsl þeirra við líðan og hegðun hafa verið háværar undanfarin ár. Umhverfi okkar flestra er hlaðið tækjum og stöðugum tækninýjungum og lenda foreldrar oft í vandræðum með hvernig eigi að fóta sig í þessum málum.

Skoðun
Fréttamynd

„Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“

Frestur sautján ára kólumbísks drengs til að fara sjálfur úr landi eftir synjun um dvalarleyfi rennur út í dag. Fyrirhugaðri brottvísun var mótmælt ákaft við dómsmálaráðuneytið í dag. Prestur, sem hefur efnt til mótmæla meðal presta, segist ekki trúa öðru en að íslensk stjórnvöld sjái sóma sinn í að hætta við brottvísunina.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka líf­vörðurinn hans, túlkurinn hans og tals­maðurinn hans“

„Við erum fámenn þjóð, og þar af leiðandi einsleit og þess vegna hættir okkur til að fara inn í kassann. Ég upplifi það oft eins og maður megi ekki tala um það sem er að, það sem er öðruvísi eða óþægilegt,“ segir Gunnhildur Þórðardóttir, móðir sjö ára drengs sem greindur er með einhverfu og ótilgreinda þroskaskerðingu. Fyrir tæpu ári byrjaði Gunnhildur að birta reglulega myndskeið á TikTok þar sem hún talar opinskátt og einlægt um reynslu sína.

Lífið
Fréttamynd

Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim

Í tilefni af 30 ára afmæli Latabæjar ætlar Latibær í samstarfi við Hagkaup, Bónus og Banana að hefja sölu á íþróttanammi undir merkjum Latabæjar. Sala á namminu hefst þann 30. apríl um allt land. Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, segir í skoðun að framleiða einnig sérstaka rétti fyrir börn sem og rétti sem börn geta eldað sjálf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skrítið ef ríkið hefur ekki á­huga á Há­holti

Þingmaður Viðreisnar vill að nýr barnamálaráðherra skoði það að alvöru að reka aftur meðferðarheimili fyrir börn að Háholti í Skagafirði. Skrítið sé að nýta húsnæðið ekki á meðan málaflokkurinn er á jafnslæmum stað og hann er núna. 

Innlent
Fréttamynd

Ræddi við for­eldra og hætta við miklar hækkanir

Kópavogsbær hefur hætt við brattar hækkanir á gjaldskrá vegna sumarnámskeiða bæjarins. Bæjarstjórinn segist hafa rætt við foreldra í bænum um málið og ákveðið að leggja fram nýja tillögu á fundi bæjarráðs. 

Innlent
Fréttamynd

Mót­mæla brott­vísun Oscars

Boðað hef­ur verið til mót­mæla fyrir utan dóms­málaráðuneyt­ið vegna þess að til stendur að vísa hinum sautján ára Oscar And­ers Boca­negra Flor­ez úr landi. Honum hefur áður verið vísað úr landi.

Innlent
Fréttamynd

„Þeir liggja hérna eins og hrá­viði út um allt“

Hátt í níutíu íslenskir piltar, þar af sjötíu undir lögaldri, eru fastir ásamt fylgdarliði á flugvellinum í Barselóna þessa stundina. Í hópnum eru allt niður í fjórtán ára börn og einhver enn þá yngri systkini. Drengirnir sem eru annars vegar Skagamenn og hins vegar Grindvíkingar voru í keppnisferð í fótbolta, að taka þátt í Daurada Cup í Salou. Pappírar sem gera fararstjórum kleift að ferðast með strákana renna út í dag. 

Innlent
Fréttamynd

„Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“

Foreldrar ungbarna á Seltjarnarnesi hafa þungar áhyggjur af stöðu dagvistunar í bænum. Dæmi eru um að börn séu allt að 28 mánaða gömul þegar þau fá inn á leikskóla í bænum. Móðir drengs á öðru aldursári segir ekki verða mikið eftir af barnafjölskyldum í bænum nema ástandið verði bætt.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fé­lagið á sögu­lega erfiðum stað

Afbrotafræðingur segir samfélagið á mjög erfiðum stað í sögulegu samhengi. Áföll sem ekki er unnið úr geti verið einn helsti áhættuþátturinn fyrir því að ungmenni leiti í ofbeldisfulla öfgahyggju. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægi skólasafna – meira en bókageymsla

Það er ánægjulegt að meirihlutinn í borginni átti sig á mikilvægi skólasafna því þau eru ekki einungis geymslustaður fyrir bækur heldur hjarta hvers skóla, lifandi miðstöðvar þekkingar, lestraráhuga og gagnrýninnar hugsunar.

Skoðun
Fréttamynd

Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð for­vörn

Sigrún Daníelsdóttir verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis segir bresku sjónvarpsþættina Adolescense ekki henta vel til að sýna börnum eða ungmennum í forvarnarskyni. Þættirnir séu gott innlegg í samfélagslega umræðu en það réttlæti ekki að sýna þá börnum eða ungmennum. Þeir geti vakið ólík viðbrögð hjá ólíkum börnum byggt á upplifunum þeirra eða reynslu.

Innlent
Fréttamynd

„Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“

„Það er gaman að segja frá því að við urðum óléttar á svipuðum tíma en okkar listræna samstarf blómstraði á meðgöngutímanum og í fæðingarorlofinu. Krakkarnir okkar eru rúmlega tveggja ára í dag,“ segir Rakel Björk Björnsdóttir, leikkona og meðlimur í sviðslistahópsins Raddbandið ásamt Auði Finnbogadóttur og Viktoríu Sigurðardóttur.

Lífið
Fréttamynd

Lengri útivistartími barna

Mér barst áskorun frá vöskum stelpum í Vestmannaeyjum, þeim Söru Rós, Ingibjörgu og Kamillu, um að útivistartími 10 til 12 ára barna yrði lengdur. Þeim þótti það einfaldlega ekki sanngjarnt að þessi aldurshópur byggi við sömu takmarkanir og 6 ára börn. Þessu til stuðnings bentu þær á að þær vildu getað leikið sér lengur úti og verið lengur í sundi sem væri mun betra en að hanga heima í síma eða tölvu.

Skoðun
Fréttamynd

Seldu drauma­húsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana

Ilmur Eir Sæmundsdóttir og Haraldur Örn Harðarson keyptu fyrir þremur árum draumaeignina sína sem þau sáu fyrir að eldast í með börnunum sínum tveimur. Í maí eiga vextirnir á láninu að losna og í staðinn fyrir að taka það á sig seldu þau parhúsið og eru á leið til Asíu með börnin sín tvö í óákveðinn tíma.

Lífið