Börn og uppeldi

Fréttamynd

Ráð­herra ætlar að banna síma í skólum

Barna- og menntamálaráðherra ætlar að banna snjallsíma í grunnskólum landsins frá og með næsta hausti og undirbýr frumvarp þess efnis. Ráðherrann segir mikilvægt að grípa inn í og verja börn gegn ágangi samfélagsmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Ó­kunnugir og fyrr­verandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með

Afar algengt er að ungmenni deili staðsetningu sinni með vinum og kunningjum í gegnum hin ýmsu snjallsímaforrit. Því fylgja kostir og gallar að deila staðsetningu sinni með öðrum en sérfræðingur óttast að vanþekking ríki um þær hættur sem þessu geta fylgt. Það sé algeng upplifun barna að ókunnugir reyni að nálgast þau.

Innlent
Fréttamynd

Buguðu for­eldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til

Kennari sem hefur mikla reynslu af börnum með hegðunarvanda segir skort á fjármagni og fagfólki ástæðuna fyrir því að ekki sé unnið rétt með hópinn. Stokka þurfi kerfinu upp. Tvö sveitarfélög á öllu landinu bjóði upp á úrræði fyrir börn sem glími við slíkar áskoranir en biðlistinn sé langur. Kostnaður samfélagsins verði miklu meiri vegna brotinna einstaklingar útskrifast úr grunnskóla.

Innlent
Fréttamynd

Börn í vanda

Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur á­hyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum

Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Við­brögð barna við sorg

Eðlileg viðbrögð við sorg eru afskaplega fjölbreytt og persónuleg. Það getur verið hjálplegt að skipta þeim upp í fjóra flokka; tilfinningar, líkamleg viðbrögð, hugsanir og hegðun. Innan þessara flokka rúmast svo fjöldinn allur af mismunandi viðbrögðum.

Skoðun
Fréttamynd

Alls­konar núansar

Það hefur vafalaust ekki farið framhjá mörgum að Kastljós tók Þorgrím Þráinsson tali nú í vikunni, og ræddi við hann um geðheilsu ungmenna á Íslandi. Ég vil byrja á að segja við öll börn og unglinga sem mögulega lesa þetta að hika ekki við að leita aðstoðar hjá fullorðnum þegar ykkur líður illa. Það er fólk úti um allt í samfélaginu sem vill hjálpa, styðja, og hlusta.

Skoðun
Fréttamynd

Segir menntuð fífl hættu­leg fífl

Lýður Árnason læknir blandar sér með óvæntum hætti inn í „rimmu“ þeirra Þorgríms Þráinssonar rithöfundar og þeirra hjóna Huldu Tölgyes sálfræðings og Þorsteins V. Einarssonar kynjafræðings.

Innlent
Fréttamynd

Hug­myndir Þor­gríms séu litaðar van­þekkingu og for­dómum

Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur segja Þorgrím Þráinsson miðla eitraðri jákvæðni og skaðlegri einstaklingshyggju til grunnskólabarna. Þorgrímur sagði í viðtali við Kastljós í gær að kvíði væri orðinn samheiti yfir feimni, áhyggjur og óöryggi og allt væri leyst með því að gefa börnum pillur.

Innlent
Fréttamynd

Þurfi að leggja meira í skóla án að­greiningar svo stefnan virki

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra, segir áríðandi að þegar erfið mál komi upp innan skóla sé strax tekið á þeim. Töluvert hefur verið fjallað um erfiða stöðu innan Breiðholtsskóla undanfarið. Faðir stúlku í 7. bekk steig nýverið fram og lýsti ofbeldismenningu innan skólans.

Innlent
Fréttamynd

Skjánotkun for­eldra - tímarnir breytast og tengslin með?

Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig það hafi verið að ala upp barn fyrir tíð skjátækja. Ég gerist ekki svo einfaldur að halda því fram að grasið hafi verið mikið grænna á þeim tíma því eflaust voru áskoranir foreldra/forráðamanna flóknar.

Skoðun
Fréttamynd

Segir búið að teikna upp að­gerðir og boðar til auka­fundar

Boðað hefur verið til aukafundar í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á morgun til að ræða stöðuna í Breiðholtsskóla. Staða skólans er eina málið sem er á dagskrá fundarins. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri hjá skóla- og frístundsviði segir unnið að því að bregðast við svo börn séu örugg í skólanum og foreldrum líði vel með að senda börnin í skólann.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert annað hús­næði komi til greina

Barna- og menntamálaráðherra segir algjört neyðarástand ríkja í málum meðferðarrýma ungmenna. Neyðarvistun barna sé óásættanleg og algjört neyðarúrræði þar sem ekkert annað húsnæði komi til greina.

Innlent
Fréttamynd

Dúabíllinn og kraftur sköpunar

Í dag rifjum við upp einstaka sögu Leikfangasmiðjunnar Öldu og Dúabílsins – táknmynd framtakssemi, sköpunarkrafts og vonar. Þetta er saga um litla leikfangasmiðju á Þingeyri, stofnaða árið 1985 af bjartsýnum hugsjónamönnum sem trúðu á eigin hugmyndir og kraft lítillar en samheldinnar byggðar. Þetta er líka saga um börn – börnin sem léku sér við Dúa, börnin sem hönnuðu hann og börnin sem verða framtíð okkar allra.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla

Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir fjölda aðgerða til skoðunar til að bregðast við því ástandi sem uppi er komið í Breiðholtsskóla en þar lýsa foreldrar því að börn þeirra þori ekki að mæta í skólann af ótta við fámennan hóp drengja sem halda árangi í heljargreipum.

Innlent
Fréttamynd

Verk­föll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitar­fé­laga

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fundaði nú fyrir hádegi með ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndarinnar segir yfirvofandi verkföll ekki liðka fyrir samningsvilja en væntir þess að funda með samninganefnd Kennarasambandsins í vikunni sem kemur.

Innlent