Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2020 09:05 Atletico Madrid er að öllum líkindum á leið til Lissabon en þeir slógu ríkjandi Evrópumeistarana í Liverpool út fyrr á árinu. Simon Stacpoole/Getty Images Það er nær öruggt að Meistaradeild Evrópu í fótbolta verði leikin til þrautar í Lissabon í Portúgal yfir tólf daga tímabil. Munu allir leikirnir fara fram í pörtúgölsku höfuðborginni en Sky Sports greinir frá. Aðeins verður leikinn einn leikur til að skera úr um hvaða lið komast áfram en eins og þekkt er leika liðin venjulega heima og að heiman. Færu leikirnir fram á Estadio da Luiz, heimavelli Benfica, og Estadio Jose Alvalde, heimavelli Sporting Lissabon. Leikir í 8-liða úrslitum keppninnar færu fram á milli 12. og 15. ágúst. Undanúrslitaleikirnir tveir væru svo 18. og 19. ágúst á meðan úrslitaleikurinn sjálfur færi fram 23. ágúst. Talið er að framkvæmdanefnd knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, samþykki tillögu sem staðfestir þetta fyrirkomulag á fundi sínum á morgun, miðvikudag. Það á enn eftir að ákveða hvað verður gert við þá leiki sem eftir eru í 16-liða úrslitum keppninnar. Manchester City átti til að mynda eftir að mæta Real Madrid á Etihad-vellinum í Manchester í síðari leik liðanna en City vann óvæntan 2-1 sigur í Madríd. Chelsea er svo gott sem dottið úr leik eftir að hafa tapað 3-0 fyrir Bayern Munich í London. Sem stendur myndu allir leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum en fari svo að portúgalska ríkisstjórnin slaki á fjöldatakmörkunum gæti verið að miðar verði seldir á leikina. Líklegt er að Evrópudeildin endi í svipuðum farvegi en þar yrði leikið í þýsku borgunum Frankfurt eða Dusseldorf. Sama á við um Meistarardeild kvenna og yrðu þeir leikir spilaðir á Spáni. Það á þó enn eftir að staðfesta það. Ástæðan fyrir breyttu fyrirkomulagi er sú að sökum kórónufaraldursins er ómögulegt að klára keppnina á tilsettum tíma áður en næsta tímabil á að hefjast. Því hefur sú leið verið farin sem þekkist frekar á sumarmótum yngri flokka en ljóst að ef framkvæmdastjórn UEFA samþykkir tillöguna þá verður boðið til fótboltaveislu frá og með 12. ágúst. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Portúgal Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Það er nær öruggt að Meistaradeild Evrópu í fótbolta verði leikin til þrautar í Lissabon í Portúgal yfir tólf daga tímabil. Munu allir leikirnir fara fram í pörtúgölsku höfuðborginni en Sky Sports greinir frá. Aðeins verður leikinn einn leikur til að skera úr um hvaða lið komast áfram en eins og þekkt er leika liðin venjulega heima og að heiman. Færu leikirnir fram á Estadio da Luiz, heimavelli Benfica, og Estadio Jose Alvalde, heimavelli Sporting Lissabon. Leikir í 8-liða úrslitum keppninnar færu fram á milli 12. og 15. ágúst. Undanúrslitaleikirnir tveir væru svo 18. og 19. ágúst á meðan úrslitaleikurinn sjálfur færi fram 23. ágúst. Talið er að framkvæmdanefnd knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, samþykki tillögu sem staðfestir þetta fyrirkomulag á fundi sínum á morgun, miðvikudag. Það á enn eftir að ákveða hvað verður gert við þá leiki sem eftir eru í 16-liða úrslitum keppninnar. Manchester City átti til að mynda eftir að mæta Real Madrid á Etihad-vellinum í Manchester í síðari leik liðanna en City vann óvæntan 2-1 sigur í Madríd. Chelsea er svo gott sem dottið úr leik eftir að hafa tapað 3-0 fyrir Bayern Munich í London. Sem stendur myndu allir leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum en fari svo að portúgalska ríkisstjórnin slaki á fjöldatakmörkunum gæti verið að miðar verði seldir á leikina. Líklegt er að Evrópudeildin endi í svipuðum farvegi en þar yrði leikið í þýsku borgunum Frankfurt eða Dusseldorf. Sama á við um Meistarardeild kvenna og yrðu þeir leikir spilaðir á Spáni. Það á þó enn eftir að staðfesta það. Ástæðan fyrir breyttu fyrirkomulagi er sú að sökum kórónufaraldursins er ómögulegt að klára keppnina á tilsettum tíma áður en næsta tímabil á að hefjast. Því hefur sú leið verið farin sem þekkist frekar á sumarmótum yngri flokka en ljóst að ef framkvæmdastjórn UEFA samþykkir tillöguna þá verður boðið til fótboltaveislu frá og með 12. ágúst.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Portúgal Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira