Fótbolti

Aron og Heimir fá ekki grænt ljós fyrr en um miðjan júlí

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar í leik með Al Arabi.
Aron Einar í leik með Al Arabi. vísir/getty

Boltinn í ofurdeildinni í Katar fer ekki að rúlla fyrr en 24. júlí en þetta staðfesti knattspyrnusamband Katar í samtali við beIN Sports.

Í Katar hefur boltinn verið á ís eins og í mörgum öðrum löndum heimsins en ekkert hefur verið spilað síðan um miðjan mars mánuð vegna kórónuveirunnar.

Nú hefur það verið staðfest að byrjað verði aftur að spila 24. júlí og mun tímabilinu ljúka svo rétt rúmum mánuði seinna eða 26. ágúst. Fimm umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson og félagar í Al Arabi eru í 5. sæti deildarinnar með 24 stig en Al Arabi er einnig komið í undanúrslit bikarsins. Ekki hefur verið gefið út hvort hann verði einnig kláraður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×