Börn höfð með í ráðum með markvissari hætti Hrund Þórsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 12:01 Börn í Kópavogi taka virkan þátt í hátíðahöldum þar í bæ í dag, í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Jóhann K. Haldið er upp á afmæli Barnasáttmálans með pompi og prakt í Kópavogi í dag og tekur stór hluti barna bæjarins þátt í viðamikilli dagskrá í Menningarhúsum hans. Í fyrradag skrifuðu félags- og barnamálaráðherra og framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi undir samstarfssamning um að sveitarfélög innleiði Barnasáttmálann með stuðningi frá ráðuneytinu. Akureyri og Kópavogur hafa þegar hafið innleiðingu og segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, að innleiðingin snúist um að horfa með skýrari hætti til barna í störfum sveitarfélagsins. „Við horfum til þess að hafa þau með í þátttöku varðandi ýmislegt sem við erum að bardúsa í bænum, auka lýðræðisvitund þeirra og skapa þeim grundvöll til að hafa enn meiri áhrif. Þetta snýst líka um að tryggja jafnrétti meðal barnanna þannig að öll börn geti fengið að njóta sín og enginn sé skilinn útundan. Við gerum þetta allt með markvissum hætti og munum líka mæla árangur þess sem við erum að gera með innleiðingu sáttmálans,“ segir Ármann. Ármann segir innleiðinguna strax skila árangri, þannig hafi börn til dæmis verið höfð með í ráðum við ákvarðanatöku um endurbyggingu Kársnesskóla. „Við erum líka að spyrja börnin meira út í skipulagsmálin og svo erum við, eins og mörg önnur bæjarfélög, með ungmennaráð. Bæjarstjórnin hittir ráðið og við höfum það líka með í gerð fjárhagsáætlunar. Við erum á þessari vegferð og þetta vinnur allt saman.“ Ýmislegt er um að vera í tilefni dagsins. Þannig munu samtökin Barnaheill- Save the Children á Íslandi, til að mynda afhenda árlega viðurkenningu sína í dag. Einnig fá skólar og frístundaheimili í Vesturbænum auk félagsmiðstöðvarinnar Frosta, viðurkenningu UNICEF á Íslandi sem Réttindaskólar og Réttindafrístund UNICEF og verður Vesturbær Reykjavíkur þannig fyrsta réttindahverfi landsins. Ármann segir að innleiða hefði átt Barnasáttmálann miklu fyrr, það sé þó aldrei of seint. „Ég held að mörg sveitarfélög séu að virkja börn meira en gert hefur verið, hvort sem þau eru búin að innleiða sáttmálann eða ekki en hann er góður vegvísir og hjálpar okkur að meta verk okkar frá einu ári til annars.“ Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Haldið er upp á afmæli Barnasáttmálans með pompi og prakt í Kópavogi í dag og tekur stór hluti barna bæjarins þátt í viðamikilli dagskrá í Menningarhúsum hans. Í fyrradag skrifuðu félags- og barnamálaráðherra og framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi undir samstarfssamning um að sveitarfélög innleiði Barnasáttmálann með stuðningi frá ráðuneytinu. Akureyri og Kópavogur hafa þegar hafið innleiðingu og segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, að innleiðingin snúist um að horfa með skýrari hætti til barna í störfum sveitarfélagsins. „Við horfum til þess að hafa þau með í þátttöku varðandi ýmislegt sem við erum að bardúsa í bænum, auka lýðræðisvitund þeirra og skapa þeim grundvöll til að hafa enn meiri áhrif. Þetta snýst líka um að tryggja jafnrétti meðal barnanna þannig að öll börn geti fengið að njóta sín og enginn sé skilinn útundan. Við gerum þetta allt með markvissum hætti og munum líka mæla árangur þess sem við erum að gera með innleiðingu sáttmálans,“ segir Ármann. Ármann segir innleiðinguna strax skila árangri, þannig hafi börn til dæmis verið höfð með í ráðum við ákvarðanatöku um endurbyggingu Kársnesskóla. „Við erum líka að spyrja börnin meira út í skipulagsmálin og svo erum við, eins og mörg önnur bæjarfélög, með ungmennaráð. Bæjarstjórnin hittir ráðið og við höfum það líka með í gerð fjárhagsáætlunar. Við erum á þessari vegferð og þetta vinnur allt saman.“ Ýmislegt er um að vera í tilefni dagsins. Þannig munu samtökin Barnaheill- Save the Children á Íslandi, til að mynda afhenda árlega viðurkenningu sína í dag. Einnig fá skólar og frístundaheimili í Vesturbænum auk félagsmiðstöðvarinnar Frosta, viðurkenningu UNICEF á Íslandi sem Réttindaskólar og Réttindafrístund UNICEF og verður Vesturbær Reykjavíkur þannig fyrsta réttindahverfi landsins. Ármann segir að innleiða hefði átt Barnasáttmálann miklu fyrr, það sé þó aldrei of seint. „Ég held að mörg sveitarfélög séu að virkja börn meira en gert hefur verið, hvort sem þau eru búin að innleiða sáttmálann eða ekki en hann er góður vegvísir og hjálpar okkur að meta verk okkar frá einu ári til annars.“
Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent