Hestafræðingur leiðir endurskoðun á fæðingarorlofi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2019 14:34 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað nefnd í tengslum við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof. Formaður nefndarinnar er hestafræðingurinn Friðrik Már Sigurðsson, formaður byggðarráðs Húnaþings vestra og fulltrúi í félagsþjónustunefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Svo segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Á Facebook-síðu Friðriks Más kemur fram að hann stundaði nám í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands og er sérhæfður í þjálfun og reiðkennslu. Þá er hann virkur í Framsóknarflokknum, þar sem hann hefur boðið sig fram á lista flokksins í Húnaþingi vestra en hann skipaði fjórða sæti á lista Framsóknar og framfararsinna í síðustu sveitarstjórnakosningum. Friðrik er í karlakórnum Lóuþrælum og rekur hestabúgarðinn Lækjamót í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann er búsettur á Hvammstanga en þar er fæðingarorlofssjóður einmitt staðsettur. Aðrir nefndarmenn eru Bjarnheiður Gautadóttir, skrifstofustjóri vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar hjá félagsmálaráðuneytinu, Maríanna Traustadóttir tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands, Andri Valur Ívarsson tilnefndur af Bandalagi háskólamanna, Magnús Már Guðmundsson tilnefndur af BSRB, Bryndís Gunnlaugsdóttir tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hlynur Hreinsson tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Álfheiður Mjöll Sívertsen tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins og Unnur Sverrisdóttir tilnefnd af Vinnumálastofnun.Friðrik Már Sigurðsson.StjórnarráðiðNefndin mun hafa það hlutverk að endurskoða lögin í heild sinni og vinna frumvarp þar sem meðal annars verði brugðist við fyrirliggjandi álitum frá umboðsmanni Alþingis. Jafnframt er gert ráð fyrir að í frumvarpinu verði kveðið á um lengingu á samanlögðum rétti foreldra til fæðingarorlofs í tólf mánuði vegna barna sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar. Er það í samræmi við stefnu stjórnvalda þess efnis að efla fæðingarorlofskerfið en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs verði lengdur. Fyrsti hluti þess kemur til framkvæmda um næstu áramót þegar réttur foreldra til fæðingarorlofs verður lengdur úr níu mánuðum í tíu. Gert er ráð fyrir að vinnu nefndarinnar ljúki á haustmánuðum árið 2020 þannig að unnt verði að leggja fram frumvarp á haustþingi það ár. „Árið 2020 verða tuttugu ár liðin frá gildistöku laganna. Af því tilefni er við hæfi að þau verði endurskoðuð í heild. Lögin voru á margan hátt byltingarkennd á sínum tíma enda var Ísland fyrsta landið í heiminum til að veita feðrum og mæðrum jafnan sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Margt hefur áunnist í þessum efnum á undanförnum árum en enn er þó rúm til að gera betur auk þess sem nauðsynlegt er að endurskoða ýmsa þætti laganna í takt við tímann,“ segir Ásmundur Einar. Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Hestar Vistaskipti Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað nefnd í tengslum við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof. Formaður nefndarinnar er hestafræðingurinn Friðrik Már Sigurðsson, formaður byggðarráðs Húnaþings vestra og fulltrúi í félagsþjónustunefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Svo segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Á Facebook-síðu Friðriks Más kemur fram að hann stundaði nám í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands og er sérhæfður í þjálfun og reiðkennslu. Þá er hann virkur í Framsóknarflokknum, þar sem hann hefur boðið sig fram á lista flokksins í Húnaþingi vestra en hann skipaði fjórða sæti á lista Framsóknar og framfararsinna í síðustu sveitarstjórnakosningum. Friðrik er í karlakórnum Lóuþrælum og rekur hestabúgarðinn Lækjamót í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann er búsettur á Hvammstanga en þar er fæðingarorlofssjóður einmitt staðsettur. Aðrir nefndarmenn eru Bjarnheiður Gautadóttir, skrifstofustjóri vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar hjá félagsmálaráðuneytinu, Maríanna Traustadóttir tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands, Andri Valur Ívarsson tilnefndur af Bandalagi háskólamanna, Magnús Már Guðmundsson tilnefndur af BSRB, Bryndís Gunnlaugsdóttir tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hlynur Hreinsson tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Álfheiður Mjöll Sívertsen tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins og Unnur Sverrisdóttir tilnefnd af Vinnumálastofnun.Friðrik Már Sigurðsson.StjórnarráðiðNefndin mun hafa það hlutverk að endurskoða lögin í heild sinni og vinna frumvarp þar sem meðal annars verði brugðist við fyrirliggjandi álitum frá umboðsmanni Alþingis. Jafnframt er gert ráð fyrir að í frumvarpinu verði kveðið á um lengingu á samanlögðum rétti foreldra til fæðingarorlofs í tólf mánuði vegna barna sem fæðast, verða ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar. Er það í samræmi við stefnu stjórnvalda þess efnis að efla fæðingarorlofskerfið en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs verði lengdur. Fyrsti hluti þess kemur til framkvæmda um næstu áramót þegar réttur foreldra til fæðingarorlofs verður lengdur úr níu mánuðum í tíu. Gert er ráð fyrir að vinnu nefndarinnar ljúki á haustmánuðum árið 2020 þannig að unnt verði að leggja fram frumvarp á haustþingi það ár. „Árið 2020 verða tuttugu ár liðin frá gildistöku laganna. Af því tilefni er við hæfi að þau verði endurskoðuð í heild. Lögin voru á margan hátt byltingarkennd á sínum tíma enda var Ísland fyrsta landið í heiminum til að veita feðrum og mæðrum jafnan sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Margt hefur áunnist í þessum efnum á undanförnum árum en enn er þó rúm til að gera betur auk þess sem nauðsynlegt er að endurskoða ýmsa þætti laganna í takt við tímann,“ segir Ásmundur Einar.
Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Hestar Vistaskipti Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira