Fótbolti

Skiptir PSG Neymar út fyrir Coutinho?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Coutinho og Neymar eru liðsfélagar í brasilíska landsliðinu
Coutinho og Neymar eru liðsfélagar í brasilíska landsliðinu vísir/getty
Neymar gæti snúið aftur til Barcelona með skiptidíl á milli spænska félagsins og Paris Saint-Germain, sem fengi þá Philippe Coutinho í staðinn.

Tim Vickery, sérfræðingur Sky Sports í suður-amerískum fótbolta, segir Coutinho „augljósan valkost“ ef PSG og Barcelona ákveða að láta reyna á samningaviðræður um skiptidíl.

Neymar yfirgaf Barcelona sumarið 2017 þegar PSG keypti hann fyrir 200 milljón punda metfé. Vistaskiptin til Parísar hafa hins vegar ekki verið eins frábær og brasilíska stórstjarnan vildi og nú vill hann losna þaðan.

Hann hefur verið mikið orðaður við endurkomu til Barcelona og staðfesti varaforseti spænska félagsins, Jordi Cardoner, að Neymar vildi koma til Barcelona aftur. Cardoner sagði hins vegar að Barcelona hefði ekkert rætt að fá Neymar aftur.

Landi Neymars, Philippe Coutinho, er óviss um framtíð sína hjá Barcelona. Hann kom við sögu í 34 deildarleikjum í vetur, skoraði fimm mörk og lagði upp þrjú, en í 12 af þessum leikjum kom hann inn sem varamaður.

„Það sem mér finnst áhugavert í þessu er að það er augljóst að reyndir leikmenn hjá Barcelona, Lionel Messi, Luis Suarez og Gerard Pigue, yrðu hæstánægðir með að fá Neymar til baka,“ sagði Vickery.

„Hins vegar eru meðlimir félagsins, þeir sem kjósa í forsetakosningum félagsins, ekki eins viljugir. Þeim finnst þeir enn sviknir eftir það hvernig Neymar fór frá félaginu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×