Fótbolti

Barcelona og Valencia skiptast á markvörðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi ræðir málin við Neto þegar þeir voru mótherjar en það breytist allt á næsta tímabili.
Lionel Messi ræðir málin við Neto þegar þeir voru mótherjar en það breytist allt á næsta tímabili. Getty/ Alex Caparros
Liverpool og Manchester City fengu til sín brasilíska markverði með frábærum árangri og nú hefur Barcelona farið sömu leið.

Barcelona hefur gengið frá kaupum á brasilískum markverði en Barca borgar Valencia 26 milljónir evra fyrir Neto og sú upphæð gæti síðan hækkað um níu milljónir evra.

Barcelona og Valencia eru í raun að skiptast á markvörðum því í gær fór Hollendingurinn Jasper Cillessen frá Barcelona til Valencia fyrir 35 milljónir evra.





Neto spilaði 47 leiki með Valencia í öllum keppnum á síðustu leiktíð og hélt marki sínu tíu sinnum hreinu í spænsku deildinni.

Hann heitir fullu nafni Norberto Murara Neto og fæddur árið 1989. Hann kom til Valencia frá Juventus árið 2017 en hafði þá verið varamarkvörður Gianluigi Buffon í tvö tímabil.

Valencia náði Meistaradeildarsæti í vetur með því að enda í fjórða sæti deildarinnar og vann síðan Barcelona í úrslitaleik spænska bikarsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×