Fótbolti

Mourinho vill taka við landsliði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hvar endar Mourinho?
Hvar endar Mourinho? vísir/getty
Portúgalinn Jose Mourinho er enn að velta fyrir sér næsta skrefi á ferlinum og nú er hann orðinn spenntur fyrir því að gerast landsliðsþjálfari.

Mourinho hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Man. Utd í desember. Hann hefur verið orðaður við fjölda félaga síðustu vikur en hugur hans er nú ekki lengur hjá félagsliðum.

„Ég vil taka þátt í nýjum keppnum. Ég er að hugsa um HM og EM. Eins og staðan er núna sé ég sjálfan mig fyrir mér sem landsliðsþjálfara,“ sagði Mourinho.

„Ég hef lengi íhugað þann möguleika að gerast landsliðsþjálfari og nú finnst mér tíminn vera réttur. Er Portúgal rétta landsliðið fyrir mig? Ekkert endilega.“

Þessi yfirlýsing ætti að vekja áhuga margra landsliða og mun Portúgalinn klárlega fá margar fyrirspurnir á komandi misserum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×