Innlent

Sveitarstjóri í Súðavík segir upp störfum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pétur Georg Markan, fráfarandi sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Pétur Georg Markan, fráfarandi sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Stöð 2
Pétur Georg Markan hefur sagt upp starfi sínu sem sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi. Hann tilkynnti ákvörðun sína á fundi sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps í gær en mun vinna út þriggja mánaða uppsagnarfrest að ósk sveitarstjórnar. 

Bæjarins besta á Ísafirði greindi frá í gær og segir Pétur í samtali við miðilinn að ástæðan sé breytingar í fjölskyldunni sem kölluðu á búsetubreytingar.  Starfið verður auglýst og munu oddviti og sveitarstjóri leita til ráðningarstofu og undirbúa auglýsingu.

Pétur hefur verið sveitarstjóri síðan sumarið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×