Guðmundur: Hafði ekki húmor fyrir öllu sem að gerðist þarna Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 17. janúar 2019 14:20 Guðmundur Guðmundsson vill hafa hlutina fullkomna. vísir/Getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta mæta Makedóníu í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðlum HM 2019 í handbolta í dag klukkan 17.00. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fjóra leiki; hafa unnið bæði Japan og Barein en tapað fyrir stórliðum Spánar og Króatíu. Ísland er með betri markamun og nægir jafntefli til að fara áfram í dag. Makedóníumenn eru sterkir og hafa mikið beitt þeirri leikaðferð að taka markvörðinn úr markinu og spila sjö á móti sex í sóknarleiknum. Með því geta þeir neglt íslensku vörnina niður á sex metrana í dag og leyft skyttunum sínum að fara meira í loftið. Gallinn við sjö á móti sex er aftur á móti að hver sóknarfeill er mun dýrari því markið er autt hinum megin og er hægt að fá á sig aragrúa af mörkum í bakið séu menn ekki að nýta sóknirnar. Það má búast við því að okkar menn muni fá tækifæri til að skora í autt markið og þá er eins gott að vanda sig því Guðmundur Guðmundsson hefur ekki gaman að misheppnuðum langskotum eða tæpum sendingum fram völlinn. Það sást best á móti Barein þegar að hann starði svo illilega á Björgvin Pál Gústavsson, markvörð íslenska liðsins, að Björgvin þorði ekki að líta á Guðmund. Björgvin hafði þá kastað boltanum yfir allan völlinn og yfir mark Barein. Ísland var samt fimmtán mörkum yfir. „Mér fannst bara ekki þörf á þessu. Það er oft betra að taka eina millisendingu og skjóta svo í markið,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í vikunni aðspurður um þetta atvik og almennt þá list að skora í autt mark andstæðingsins. „Ég ætla nú ekki að fara eitthvað nánar út í það sem að fram fór en ég hafði ekki húmor fyrir öllu sem gerðist þarna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Strákarnir fá „tossamiða“ eftir leiki Íslensku landsiðsmennirnir geta ekki klikkað á viðtölum því allt er skrifað niður fyrir þá. 17. janúar 2019 11:21 Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Endurtekið efni frá HM 2017 Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp. 17. janúar 2019 12:30 Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta mæta Makedóníu í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðlum HM 2019 í handbolta í dag klukkan 17.00. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fjóra leiki; hafa unnið bæði Japan og Barein en tapað fyrir stórliðum Spánar og Króatíu. Ísland er með betri markamun og nægir jafntefli til að fara áfram í dag. Makedóníumenn eru sterkir og hafa mikið beitt þeirri leikaðferð að taka markvörðinn úr markinu og spila sjö á móti sex í sóknarleiknum. Með því geta þeir neglt íslensku vörnina niður á sex metrana í dag og leyft skyttunum sínum að fara meira í loftið. Gallinn við sjö á móti sex er aftur á móti að hver sóknarfeill er mun dýrari því markið er autt hinum megin og er hægt að fá á sig aragrúa af mörkum í bakið séu menn ekki að nýta sóknirnar. Það má búast við því að okkar menn muni fá tækifæri til að skora í autt markið og þá er eins gott að vanda sig því Guðmundur Guðmundsson hefur ekki gaman að misheppnuðum langskotum eða tæpum sendingum fram völlinn. Það sást best á móti Barein þegar að hann starði svo illilega á Björgvin Pál Gústavsson, markvörð íslenska liðsins, að Björgvin þorði ekki að líta á Guðmund. Björgvin hafði þá kastað boltanum yfir allan völlinn og yfir mark Barein. Ísland var samt fimmtán mörkum yfir. „Mér fannst bara ekki þörf á þessu. Það er oft betra að taka eina millisendingu og skjóta svo í markið,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í vikunni aðspurður um þetta atvik og almennt þá list að skora í autt mark andstæðingsins. „Ég ætla nú ekki að fara eitthvað nánar út í það sem að fram fór en ég hafði ekki húmor fyrir öllu sem gerðist þarna,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Strákarnir fá „tossamiða“ eftir leiki Íslensku landsiðsmennirnir geta ekki klikkað á viðtölum því allt er skrifað niður fyrir þá. 17. janúar 2019 11:21 Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Endurtekið efni frá HM 2017 Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp. 17. janúar 2019 12:30 Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Strákarnir fá „tossamiða“ eftir leiki Íslensku landsiðsmennirnir geta ekki klikkað á viðtölum því allt er skrifað niður fyrir þá. 17. janúar 2019 11:21
Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00
Endurtekið efni frá HM 2017 Strákarnir okkar eru í nákvæmlega sömu sporum í dag og þeir voru á HM í Frakklandi 2017. Það er eiginlega með ólíkindum að nákvæmlega sama staða sé komin upp. 17. janúar 2019 12:30
Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti