Handbolti

Læri­sveinar Dags unnu Græn­höfða­eyjar með tuttugu marka mun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. EPA-EFE/ANTONIO BAT

Það verður seint sagt að Grænhöfðaeyjar hafi staðið í Króatíu þegar þjóðirnar mættust í milliriðli HM karla í handbolta. Þá gerðu Svíþjóð og Portúgal jafntefli.

Grænhöfðaeyjar fylgdu með úr riðli Íslands og var vitað að liðið myndi ekki ríða feitum hesti í milliriðli. Það var hins vegar erfitt að sjá fyrir sér álíka úrslit og í kvöld, lokatölur 44-24 Króatíu í vil. Dagur Sigurðsson er þjálfari Króatíu.

Mario Šoštarić var markahæstur hjá Króatíu með 9 mörk. Delcio Moreno de Pina skoraði einnig 9 mörk í liði Grænhöfðaeyja.

Króatía fór með sigrinum á topp milliriðils IV en Ísland getur náð toppsætinu með sigri á Egyptalandi síðar í kvöld.

Í milliriðli gerðu Portúgal og Svíþjóð jafntefli, lokatölur 37-37. Þjóðirnar sitja í efstu tveimur sætum riðilsins.

Efstu tvær þjóðirnar í hverjum milliriðli fara áfram í 8-liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×