Handbolti

Danir ekki í vand­ræðum með Þjóð­verja

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Matthias Gidsel var magnaður í kvöld.
Matthias Gidsel var magnaður í kvöld. EPA-EFE/TIL BUERGY

Ef marka má úrslit leiks Danmerkur og Þýskalands á HM karla í handbolta þá eru allar líkur á að Danir verji titilinn enn á ný.

Danmörk er líklega besta liðs heims um þessar mundir en Danir hafa unnið síðustu þrjú heimsmeistaramót. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar fengu að finna fyrir gæðum danska liðsins í kvöld, lokatölur 40-30 Danmörku í vil.

Mathias Gidsel var óstöðvandi í liði Danmerkur með 10 mörk og 11 stoðsendingar. Þar á eftir kom Simon Pytlick með 8 mörk og 3 stoðsendingar. Julian Koster og Timon Kastening voru markahæstir hjá Þýskalandi með 6 mörk hvor.

Eftir sigurinn er Danmörk með fullt hús stiga í milliriðli I á meðan Þýskaland er með tveimur stigum minna í 2. sæti. Efstu tvö liðin fara áfram í 8-liða úrslit.

Í milliriðli II vann Frakkland sjö marka sigur á Ungverjalandi, lokatölur þar 37-30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×