Innlent

Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögregla innsiglaði skútuna við komuna í Rif.
Lögregla innsiglaði skútuna við komuna í Rif. Vísir
Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. Erlendur karlmaður sem grunaður er um þjófnaðinn hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði hann ekki dvalið lengi hér á landi áður en hann var handtekinn í Rifi á sunnudagskvöld.

Ekki var talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum en Héraðsdómur Vestfjarða úrskurðaði hann í farbann til 12. nóvember næstkomandi í gær.



Sjá einnig: Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka

Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir í samtali við Vísi að rannsókn á málinu gangi vel. Hinn grunaði var yfirheyrður í gær og þá hefur lögregla einnig rætt við vitni vegna málsins.

Aðspurður segir Hlynur að lögregla hafi verið í sambandi við franskan eiganda skútunnar en vill ekki tjá sig um það hvort eigandinn og meintur þjófur tengist á einhvern hátt. Eins og áður hefur komið fram er maðurinn erlendur og segir Hlynur aðspurður að hann hafi ekki dvalið lengi hér á landi.

Skútunni, sem ber heitið Inook, var stolið úr höfninni á Ísafirði aðfaranótt sunnudags. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann skútuna úr lofti á Breiðafirði á sunnudagskvöld og var henni siglt að Rifi þar sem skipstjórinn var handtekinn.


Tengdar fréttir

Skútan komin til hafnar í Rifi

Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×