Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. desember 2024 21:47 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði ræddi áherslur nýrrar ríkisstjórnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Ívar Fannar Það kemur á óvart að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar sé ekki meira afgerandi um aðgerðir í velferðarmálum miðað við þær áherslur sem flokkarnir héldu á lofti fyrir kosningar. Tvö risavaxin mál er hins vegar að finna í sáttmálanum, annars vegar um auðlindir og hins vegar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 um nýja ríkisstjórn og stefnuyfirlýsingu hennar sem kynnt var í gær. „Það eru tvö tröllvaxin mál þarna. Það er annars vegar baráttan sem hefur verið í íslenskum stjórnmálum í áratugi um kvótakerfið og úthlutun veiðiheimilda og hvernig gjald skuli innheimt fyrir þau er tekið þarna upp og gefið til kynna að þarna eigi að sækja næstum því fullt gjald. Það á að setja þetta ákvæði í stjórnarskrá,“ segir Eiríkur. Hins vegar þurfi slíkar breytingar á stjórnarskrá að fara í gegnum tvö þing. „Þetta hefur verið bara menningarátök íslenskra stjórnmála frá því að kvótakerfið var sett á. Síðan er það Evrópusambandsaðildin sem hefur klofið þessa þjóð rækilega í herðar niður,“ sagði Eiríkur. „Þarna ertu með tvö meiriháttar mál. Og svo á að rétta hlut bótaþega.“ Viðreisn hafi stöðvað skattahækkanir Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa sagt að ekki standi til að hækka tekjuskatta, fjármagnstekjuskatta eða annað slíkt. Hins vegar er lögð áhersla á ýmis velferðarverkefni. Er þetta í einhvers konar búningi um skattahækkanir? „Nei það er þá þetta, það á að sækja þetta í auðlindirnar. Viðreisn hefur náð því í gegn að til dæmis fjármagnstekjuskattur er ekki hækkaður og skattar eru almennt ekki hækkaðir. En það á að sækja tekjurnar í fiskinn bara. En síðan er þetta nokkuð óljóst, hvað nákvæmlega á að gera í þessum velferðarmálum,“ svaraði Eiríkur. Formenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Flokks fólksins sýndu á spilin og undirrituðu stefnuyfirlýsingu ríkistjórnar flokkanna þriggja í gær.Vísir/Vilhelm Skýrt markmið en þykir útfærslan ekki afgerandi Hann hafi átt von á meira afgerandi útspili frá stjórnarflokkunum hvað varðar stefnu og þær breytingar sem eigi að gera í velferðarmálum, einkum í ljósi þess hvernig Flokkur fólksins hafi talað fyrir kosningar. „Eina sem er fast í hendi er breyting á vísitölunni, að það sé miðað við launavísitölu í bótagreiðslum til ellilífeyrisþega og annarra bótaþega frekar heldur en verðlagsvísitölu. En nú er búið að binda kjarasamninga undir verðlagsþróun í landinu til einhvers tíma, þannig að það er ekki að fara að skila nokkru í vasann alveg á næstunni. Þannig þetta kemur örlítið á óvart,“ segir Eiríkur. Markmiðið hjá ríkisstjórninni virðist þó vera skýrt, það eigi bara eftir að koma betur í ljós hvernig á að útfæra það. Sindri Sindrason fréttaþulur rifjaði upp nokkur af kosningaloforðum Ingu Sæland, meðal annars sem snúi að því að útrýma fátækt og útrýma biðlistum í heilbrigðisþjónustu, og velti því upp við Eirík hversu langt mundi líða þar til hún myndi þurfa að sætta sig við að það gengi ekki eftir. „Eigum við ekki að leyfa einhverjum tíma að líða áður en við sláum því föstu að það takist ekki. En ég hef ekki séð neitt í gær og í dag sem að segir mér hvernig hún ætlar að fara að þessu,“ svaraði Eiríkur. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Evrópusambandið Félagsmál Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Þetta segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 um nýja ríkisstjórn og stefnuyfirlýsingu hennar sem kynnt var í gær. „Það eru tvö tröllvaxin mál þarna. Það er annars vegar baráttan sem hefur verið í íslenskum stjórnmálum í áratugi um kvótakerfið og úthlutun veiðiheimilda og hvernig gjald skuli innheimt fyrir þau er tekið þarna upp og gefið til kynna að þarna eigi að sækja næstum því fullt gjald. Það á að setja þetta ákvæði í stjórnarskrá,“ segir Eiríkur. Hins vegar þurfi slíkar breytingar á stjórnarskrá að fara í gegnum tvö þing. „Þetta hefur verið bara menningarátök íslenskra stjórnmála frá því að kvótakerfið var sett á. Síðan er það Evrópusambandsaðildin sem hefur klofið þessa þjóð rækilega í herðar niður,“ sagði Eiríkur. „Þarna ertu með tvö meiriháttar mál. Og svo á að rétta hlut bótaþega.“ Viðreisn hafi stöðvað skattahækkanir Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa sagt að ekki standi til að hækka tekjuskatta, fjármagnstekjuskatta eða annað slíkt. Hins vegar er lögð áhersla á ýmis velferðarverkefni. Er þetta í einhvers konar búningi um skattahækkanir? „Nei það er þá þetta, það á að sækja þetta í auðlindirnar. Viðreisn hefur náð því í gegn að til dæmis fjármagnstekjuskattur er ekki hækkaður og skattar eru almennt ekki hækkaðir. En það á að sækja tekjurnar í fiskinn bara. En síðan er þetta nokkuð óljóst, hvað nákvæmlega á að gera í þessum velferðarmálum,“ svaraði Eiríkur. Formenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Flokks fólksins sýndu á spilin og undirrituðu stefnuyfirlýsingu ríkistjórnar flokkanna þriggja í gær.Vísir/Vilhelm Skýrt markmið en þykir útfærslan ekki afgerandi Hann hafi átt von á meira afgerandi útspili frá stjórnarflokkunum hvað varðar stefnu og þær breytingar sem eigi að gera í velferðarmálum, einkum í ljósi þess hvernig Flokkur fólksins hafi talað fyrir kosningar. „Eina sem er fast í hendi er breyting á vísitölunni, að það sé miðað við launavísitölu í bótagreiðslum til ellilífeyrisþega og annarra bótaþega frekar heldur en verðlagsvísitölu. En nú er búið að binda kjarasamninga undir verðlagsþróun í landinu til einhvers tíma, þannig að það er ekki að fara að skila nokkru í vasann alveg á næstunni. Þannig þetta kemur örlítið á óvart,“ segir Eiríkur. Markmiðið hjá ríkisstjórninni virðist þó vera skýrt, það eigi bara eftir að koma betur í ljós hvernig á að útfæra það. Sindri Sindrason fréttaþulur rifjaði upp nokkur af kosningaloforðum Ingu Sæland, meðal annars sem snúi að því að útrýma fátækt og útrýma biðlistum í heilbrigðisþjónustu, og velti því upp við Eirík hversu langt mundi líða þar til hún myndi þurfa að sætta sig við að það gengi ekki eftir. „Eigum við ekki að leyfa einhverjum tíma að líða áður en við sláum því föstu að það takist ekki. En ég hef ekki séð neitt í gær og í dag sem að segir mér hvernig hún ætlar að fara að þessu,“ svaraði Eiríkur.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Evrópusambandið Félagsmál Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent