Innlent

Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Mynd frá vettvangi
Mynd frá vettvangi aðsend

Bíll valt út af vegi á þjóðvegi 54 á Mýrum í Borgarfirði síðdegis í dag. Vegurinn var lokaður um tíma og aðstoðaði slökkvilið við aðgerðir á vettvangi. Nokkur hálka er á veginum að sögn vegfarenda en samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur vegurinn verið opnaður á nýjan leik.

Heiðar Örn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð staðfestir í samtali við Vísi að enginn hafi slasast. „Enginn slasaður og það komust allir út þannig þetta var bara eins gott og hugsast gat,“ segir Heiðar. 

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu varð slysið við Álftarstekk, skammt frá afleggjaranum inn í Hítardal. 

Gestur Andrés Grjetarsson, vegfarandi sem fréttastofa ræddi við, segir að nú sé búið að opna fyrir umferð að nýju. Það hafi verið mikil umferð og virðist sem bíllinn hafi leitað út í kant og lent í snjó og þannig hafnað utan vegar. Nokkur hálka sé á veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×