Innlent

Berglind tekur við af Bjarna í stað Þórðar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Berglind Rán Ólafsdóttir.
Berglind Rán Ólafsdóttir. Mynd/orka náttúrunnar
Ákveðið hefur verið að Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaða Orku náttúrunnar, taki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON eftir að Bjarna Má Júlíussyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra, var vikið úr starfi vegna óviðeigandi hegðunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orku náttúrrunar.

Áður hafði verið tilkynnt um að Þórður Ásmundsson, forstöðumaður tækniþróunar, tæki við stöðunni.

Sjá einnig: Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa

„Berglind er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún kom til starfa hjá Orku náttúrunnar fyrir ári og hafði þá meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu,“ segir í tilkynningu.

Mál Bjarna Más hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Honum var vikið úr starfi eftir að Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, greindi frá óviðeigandi framgöngu hans í garð kvenyns undirmanna sinna eftir að Áslaug var rekin úr starfi sínu sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá ON. 

Áslaug greindi sjálf frá því í morgun að hún teldi brottrekstur sinn tilhæfulausan. Hún sagðist jafnframt reið og slegin vegna afgreiðslunnar á málinu öllu og ætlar að leita réttar síns af fullum þunga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×