Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2018 15:04 Bjarni Már Júlíusson hefur verið rekinn frá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ON þar sem þess er jafnframt getið að Þórður Ásmundsson muni taka við stöðu Bjarna til bráðabirgða. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur og sér um framleiðslu og sölu raforku. Bjarni hefur þegar látið af störfum en starf framkvæmdastjóra verður auglýst á næstunni.Sjá einnig: Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar „Starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra tengjast tilvikum þar sem framkoma hans gagnvart samstarfsfólki var óviðeigandi. Það er tekið alvarlega af stjórn Orku náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Áður en Bjarni tók við stöðu framkvæmdastjóra var hann forstöðumaður tækniþróunar ON frá því fyrirtækið tók til starfa í ársbyrjun 2014. Bjarni var ráðinn til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2012. Þórður hefur starfað hjá Orku náttúrunnar frá stofnun, árið 2014, fyrst sem verkefnisstjóri og síðan sem forstöðumaður tækniþróunar.Einar Bárðarson.Fréttablaðið/SigtryggurKlámfengnir tölvupóstar á laugardagskvöldum Einar Bárðarson, stundum titlaður umboðsmaður Íslands og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar, velti fyrir sér í gær hvort ekki hefði örugglega verið #metoo bylting á Íslandi síðastliðinn vetur. Sagðist Einar hafa hitt merkilegan mann, „eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann er forstjóri í stórfyrirtæki með framkvæmdastjóra sem stýrir fjölda eininga fyrir hann. Hann sýndi mér fram á að honum fyndist í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Hvorki kom fram hvert fyrirtækið væri né forstjórinn. Nú hefur Vísir fengið staðfest að Einar hafði rætt málin við Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og yfirmann framkvæmdastjórans, Bjarna Más.„PR dæmi“ eða #metoo bylting? „Þessum forstjóra fannst svo í lagi að reka eina þessara kvenna sem hefur ítrekað gert athugasemdir við þessa framkomu hans við starfsmannastjóra forstjórans. Karlstjórnandinn, gerandinn, heldur starfi sínu áfram og réttlætir þessi forstjóri það fyrir mér með því að viðkomandi karlstjórnandi væri að skila svo góðum niðurstöðum í rekstri.“ Einar velti upp við vini sína á Facebook hvort #metoo byltingin hefði bara verið eitthvað „PR dæmi“ og spurði hvort fólk myndi sætta sig við svona forstjóra á sínum vinnustað.Fréttin var uppfærð klukkan 15:23.Var ekki örugglega Me Too bylting hérna í vetur ? Hitti merkilegan mann í dag, eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann... Posted by Einar Bardarson on Wednesday, September 12, 2018 Úttekt á uppsögnum hjá OR Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarni Már nýr framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Bjarni Már Júlíússon tekur í dag við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. 14. nóvember 2016 10:18 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ON þar sem þess er jafnframt getið að Þórður Ásmundsson muni taka við stöðu Bjarna til bráðabirgða. Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur og sér um framleiðslu og sölu raforku. Bjarni hefur þegar látið af störfum en starf framkvæmdastjóra verður auglýst á næstunni.Sjá einnig: Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar „Starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra tengjast tilvikum þar sem framkoma hans gagnvart samstarfsfólki var óviðeigandi. Það er tekið alvarlega af stjórn Orku náttúrunnar,“ segir í tilkynningunni. Áður en Bjarni tók við stöðu framkvæmdastjóra var hann forstöðumaður tækniþróunar ON frá því fyrirtækið tók til starfa í ársbyrjun 2014. Bjarni var ráðinn til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2012. Þórður hefur starfað hjá Orku náttúrunnar frá stofnun, árið 2014, fyrst sem verkefnisstjóri og síðan sem forstöðumaður tækniþróunar.Einar Bárðarson.Fréttablaðið/SigtryggurKlámfengnir tölvupóstar á laugardagskvöldum Einar Bárðarson, stundum titlaður umboðsmaður Íslands og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar, velti fyrir sér í gær hvort ekki hefði örugglega verið #metoo bylting á Íslandi síðastliðinn vetur. Sagðist Einar hafa hitt merkilegan mann, „eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann er forstjóri í stórfyrirtæki með framkvæmdastjóra sem stýrir fjölda eininga fyrir hann. Hann sýndi mér fram á að honum fyndist í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Hvorki kom fram hvert fyrirtækið væri né forstjórinn. Nú hefur Vísir fengið staðfest að Einar hafði rætt málin við Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og yfirmann framkvæmdastjórans, Bjarna Más.„PR dæmi“ eða #metoo bylting? „Þessum forstjóra fannst svo í lagi að reka eina þessara kvenna sem hefur ítrekað gert athugasemdir við þessa framkomu hans við starfsmannastjóra forstjórans. Karlstjórnandinn, gerandinn, heldur starfi sínu áfram og réttlætir þessi forstjóri það fyrir mér með því að viðkomandi karlstjórnandi væri að skila svo góðum niðurstöðum í rekstri.“ Einar velti upp við vini sína á Facebook hvort #metoo byltingin hefði bara verið eitthvað „PR dæmi“ og spurði hvort fólk myndi sætta sig við svona forstjóra á sínum vinnustað.Fréttin var uppfærð klukkan 15:23.Var ekki örugglega Me Too bylting hérna í vetur ? Hitti merkilegan mann í dag, eða öllu heldur ómerkilegan mann. Hann... Posted by Einar Bardarson on Wednesday, September 12, 2018
Úttekt á uppsögnum hjá OR Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarni Már nýr framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Bjarni Már Júlíússon tekur í dag við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. 14. nóvember 2016 10:18 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Bjarni Már nýr framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar Bjarni Már Júlíússon tekur í dag við starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. 14. nóvember 2016 10:18