Umfjöllun: Sviss - Ísland 6-0 | Hörmungarbyrjun Hamrén Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar 8. september 2018 17:45 Svisslendingar skoruðu og skoruðu í kvöld. vísir/epa Það er vægt til orða tekið þegar að sagt er að Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, hafi upplifað martraðarbyrjun þegar að hann stýrði liðinu í fyrsta sinn í kvöld.Þetta var svo slæmt að ekki í 21 ár hefur landsliðsþjálfari Íslands byrjað verr. Þegar að Michael Oliver, dómari leiksins, loksins batt enda á martröðina í St. Gallen og gerði strákunum okkar kleift að koma sér af velli voru heimamenn búnir að skora sex mörk. Lokatölur, 6-0. Svona tölur hafa ekki sést hjá íslenska liðinu í háa herrans tíð. Meira að segja þegar að liðið fékk á sig fimm mörk í átta liða úrslitum á HM sýndu strákarnir djörfung og dug og skoruðu tvö mörk. Slíkt var ekki uppi á teningnum í kvöld.Íslensku varnarmennirnir áttu slæman dag.vísir/epaHeimir í stúkunni Leikurinn byrjaði á kröftugri sókn íslenska liðsins og fór maður að halda að hungrið sem að Hamrén vildi sjá hjá strákunum okkar væri mikið. Þetta var þegar allt var talið ein af sárafáum sóknum Íslands sem horfði á svissneska liðið meira og minna sundurspila sig í 90 mínútur. Svisslendingar fengu að senda boltann óáreittir stundum alveg inn á vítateiginn þar sem að að íslensku leikmennirnir stóðu eins og áhorfendur og horfðu á einn heimamanninn snúa í teignum og skora fyrsta markið með frábæru skoti. Þetta var bara dæmi um það sem átti eftir að fylgja. Svissneska liðið fékk nægan tíma í allar aðgerðir sínar og allt skipulag íslenska liðsins fauk út um veður og vind. Heimir Hallgrímsson, sem gerði Ísland að einu skipulagðasta liði í heimi, fylgdist með úr stúkunni gera nánast allt rangt sem kom að taktík og baráttu og vilja. Allt sem hefur komið liðinu í fremstu röð. Íslensku strákarnir voru langt frá sínum mönnum, gátu ekki unnið annan bolta til að bjarga lífi sínu og vörðust svo eins og kjánar í seinni hálfleik. Það var sama hvert var litið. Það var eiginlega allt vont.Þetta gat ekki byrjað verr fyrir Hamrén.vísir/epaTók tapið á sig Íslenska liðið hefur gert það að listgrein að láta jafnvel bestu lið heims líta út eins og viðvaninga er þau reyna að banka á dyrnar á þessari öflugu vörn okkar og skipulagi. Í kvöld, þvert á móti, litu Svisslendingar, sem eru alveg góðir, út eins og Brasilía upp á sitt besta. Hamrén gat lítið annað gert er að biðja íslensku þjóðina afsökunar eftir leik. Hann tók tapið á sig og sagði allt hafa fokið út um veður og vind í þriðja markinu. Það kom upp úr aukaspyrnu en hún varð til eftir slakan varnarleik og illa tímasetta rennitæklingu. Að segja að þetta hafi alveg verið búið eftir þriðja markið er ákveðin einföldun en hlutirnir fóru þar vissulega úr öskunni í eldinn. Lið geta átt slæma leiki og meira að segja virkilega slæma leiki. Það er ekki það sem situr eftir núna í leikslok. Það er bara þessi seinni hálfleikur og hvernig strákarnir okkar misstu hausinn. Það sást ekki einu sinni alvöru tækling til að sýna smá lit. Það var bara ekkert að frétta.Guðlaugur Victor Pálsson fékk sénsinn í kvöld en nýtti hann ekki.vísir/epaOf marga vantaði Auðvitað ekki gleymast að Ísland var án fjögurra af bestu leikmönnum liðsins og slíkur missir er alltof mikill. Óttast var um það fyrir leikinn og það kom á daginn. Þeir byrjunarliðsmenn sem horfðu á leikinn heima hjá sér eða úr stúkunni vegna meiðsla þurfa ekki að óttast um sætin sín eftir þennan leik. Því miður gerðu staðgenglar þeirra ekki mikið til að fá þá til að skjálfa á beinunum. Það er stutt í næsta leik. Belgía á þriðjudaginn. Bronslið HM sem er töluvert betra en það svissneska. Vanalega þegar að strákarnir hafa spilað illa hafa þeir svarað fyrir sig með látum og verið fljótir að endurvekja traust þjóðarinnar á þessu annars ótrúlega liði. Það verður erfitt á móti Belgum og er erfitt að fara að gera einhverja kröfu um sigur. Það er þó hægt að gera kröfu um töluvert meiri dugnað og vilja. Það er hægt að gera kröfu um að sjá strákana okkar aftur berjast fyrir málstaðinn og ekki síst sjálfa sig því við vitum að stolt þeirra er sært. Sært dýr bítur fast og við verðum að vona að sú verði raunin í næsta leik. Við viljum sjá strákana okkar aftur. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Twitter eftir afhroðið í Sviss: „Gilda ekki sömu reglur og í IKEA?“ Íslenska landsliðið beið afhroð gegn Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Leikið var í St. Gallen í kvöld. 8. september 2018 17:51 Versta frumraun landsliðsþjálfara í 21 ár Frumraun Erik Hamrén sem landsliðsþjálfari Íslands er sú versta í 22 ár, eða síðan árið 1996. 8. september 2018 18:05 Hamren bað þjóðina afsökunar eftir leik Erik Hamren, landsliðsþjálfari Ísland, bað stuðningsmenn Íslands afsökunar eftir skellinn, 6-0 tapið gegn Sviss, í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2018 18:43 Einkunnir Íslands: Gylfi bestur í slöku íslensku liði Það var fátt um fína drætti er íslenska landsliðið steinlá fyrir Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í A-deildinni í Þjóðadeildinni. 8. september 2018 17:58 Guðlaugur Victor: Þetta var hræðilegt í alla staði Guðlaugur Victor Pálsson var mættur aftur í íslenska landsliðið eftir langa fjarveru. Endurkoman hans varð hins vegar að martröð eftir stórtap Íslands gegn Sviss, 6-0 8. september 2018 18:35
Það er vægt til orða tekið þegar að sagt er að Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, hafi upplifað martraðarbyrjun þegar að hann stýrði liðinu í fyrsta sinn í kvöld.Þetta var svo slæmt að ekki í 21 ár hefur landsliðsþjálfari Íslands byrjað verr. Þegar að Michael Oliver, dómari leiksins, loksins batt enda á martröðina í St. Gallen og gerði strákunum okkar kleift að koma sér af velli voru heimamenn búnir að skora sex mörk. Lokatölur, 6-0. Svona tölur hafa ekki sést hjá íslenska liðinu í háa herrans tíð. Meira að segja þegar að liðið fékk á sig fimm mörk í átta liða úrslitum á HM sýndu strákarnir djörfung og dug og skoruðu tvö mörk. Slíkt var ekki uppi á teningnum í kvöld.Íslensku varnarmennirnir áttu slæman dag.vísir/epaHeimir í stúkunni Leikurinn byrjaði á kröftugri sókn íslenska liðsins og fór maður að halda að hungrið sem að Hamrén vildi sjá hjá strákunum okkar væri mikið. Þetta var þegar allt var talið ein af sárafáum sóknum Íslands sem horfði á svissneska liðið meira og minna sundurspila sig í 90 mínútur. Svisslendingar fengu að senda boltann óáreittir stundum alveg inn á vítateiginn þar sem að að íslensku leikmennirnir stóðu eins og áhorfendur og horfðu á einn heimamanninn snúa í teignum og skora fyrsta markið með frábæru skoti. Þetta var bara dæmi um það sem átti eftir að fylgja. Svissneska liðið fékk nægan tíma í allar aðgerðir sínar og allt skipulag íslenska liðsins fauk út um veður og vind. Heimir Hallgrímsson, sem gerði Ísland að einu skipulagðasta liði í heimi, fylgdist með úr stúkunni gera nánast allt rangt sem kom að taktík og baráttu og vilja. Allt sem hefur komið liðinu í fremstu röð. Íslensku strákarnir voru langt frá sínum mönnum, gátu ekki unnið annan bolta til að bjarga lífi sínu og vörðust svo eins og kjánar í seinni hálfleik. Það var sama hvert var litið. Það var eiginlega allt vont.Þetta gat ekki byrjað verr fyrir Hamrén.vísir/epaTók tapið á sig Íslenska liðið hefur gert það að listgrein að láta jafnvel bestu lið heims líta út eins og viðvaninga er þau reyna að banka á dyrnar á þessari öflugu vörn okkar og skipulagi. Í kvöld, þvert á móti, litu Svisslendingar, sem eru alveg góðir, út eins og Brasilía upp á sitt besta. Hamrén gat lítið annað gert er að biðja íslensku þjóðina afsökunar eftir leik. Hann tók tapið á sig og sagði allt hafa fokið út um veður og vind í þriðja markinu. Það kom upp úr aukaspyrnu en hún varð til eftir slakan varnarleik og illa tímasetta rennitæklingu. Að segja að þetta hafi alveg verið búið eftir þriðja markið er ákveðin einföldun en hlutirnir fóru þar vissulega úr öskunni í eldinn. Lið geta átt slæma leiki og meira að segja virkilega slæma leiki. Það er ekki það sem situr eftir núna í leikslok. Það er bara þessi seinni hálfleikur og hvernig strákarnir okkar misstu hausinn. Það sást ekki einu sinni alvöru tækling til að sýna smá lit. Það var bara ekkert að frétta.Guðlaugur Victor Pálsson fékk sénsinn í kvöld en nýtti hann ekki.vísir/epaOf marga vantaði Auðvitað ekki gleymast að Ísland var án fjögurra af bestu leikmönnum liðsins og slíkur missir er alltof mikill. Óttast var um það fyrir leikinn og það kom á daginn. Þeir byrjunarliðsmenn sem horfðu á leikinn heima hjá sér eða úr stúkunni vegna meiðsla þurfa ekki að óttast um sætin sín eftir þennan leik. Því miður gerðu staðgenglar þeirra ekki mikið til að fá þá til að skjálfa á beinunum. Það er stutt í næsta leik. Belgía á þriðjudaginn. Bronslið HM sem er töluvert betra en það svissneska. Vanalega þegar að strákarnir hafa spilað illa hafa þeir svarað fyrir sig með látum og verið fljótir að endurvekja traust þjóðarinnar á þessu annars ótrúlega liði. Það verður erfitt á móti Belgum og er erfitt að fara að gera einhverja kröfu um sigur. Það er þó hægt að gera kröfu um töluvert meiri dugnað og vilja. Það er hægt að gera kröfu um að sjá strákana okkar aftur berjast fyrir málstaðinn og ekki síst sjálfa sig því við vitum að stolt þeirra er sært. Sært dýr bítur fast og við verðum að vona að sú verði raunin í næsta leik. Við viljum sjá strákana okkar aftur.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Twitter eftir afhroðið í Sviss: „Gilda ekki sömu reglur og í IKEA?“ Íslenska landsliðið beið afhroð gegn Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Leikið var í St. Gallen í kvöld. 8. september 2018 17:51 Versta frumraun landsliðsþjálfara í 21 ár Frumraun Erik Hamrén sem landsliðsþjálfari Íslands er sú versta í 22 ár, eða síðan árið 1996. 8. september 2018 18:05 Hamren bað þjóðina afsökunar eftir leik Erik Hamren, landsliðsþjálfari Ísland, bað stuðningsmenn Íslands afsökunar eftir skellinn, 6-0 tapið gegn Sviss, í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2018 18:43 Einkunnir Íslands: Gylfi bestur í slöku íslensku liði Það var fátt um fína drætti er íslenska landsliðið steinlá fyrir Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í A-deildinni í Þjóðadeildinni. 8. september 2018 17:58 Guðlaugur Victor: Þetta var hræðilegt í alla staði Guðlaugur Victor Pálsson var mættur aftur í íslenska landsliðið eftir langa fjarveru. Endurkoman hans varð hins vegar að martröð eftir stórtap Íslands gegn Sviss, 6-0 8. september 2018 18:35
Twitter eftir afhroðið í Sviss: „Gilda ekki sömu reglur og í IKEA?“ Íslenska landsliðið beið afhroð gegn Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Leikið var í St. Gallen í kvöld. 8. september 2018 17:51
Versta frumraun landsliðsþjálfara í 21 ár Frumraun Erik Hamrén sem landsliðsþjálfari Íslands er sú versta í 22 ár, eða síðan árið 1996. 8. september 2018 18:05
Hamren bað þjóðina afsökunar eftir leik Erik Hamren, landsliðsþjálfari Ísland, bað stuðningsmenn Íslands afsökunar eftir skellinn, 6-0 tapið gegn Sviss, í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2018 18:43
Einkunnir Íslands: Gylfi bestur í slöku íslensku liði Það var fátt um fína drætti er íslenska landsliðið steinlá fyrir Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í A-deildinni í Þjóðadeildinni. 8. september 2018 17:58
Guðlaugur Victor: Þetta var hræðilegt í alla staði Guðlaugur Victor Pálsson var mættur aftur í íslenska landsliðið eftir langa fjarveru. Endurkoman hans varð hins vegar að martröð eftir stórtap Íslands gegn Sviss, 6-0 8. september 2018 18:35
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti