Ítalir þurftu vítaspyrnu til að tryggja jafntefli Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. september 2018 20:45 Jorginho fagnar jöfnunarmarki sínu Vísir/Getty Ítalía og Pólland skildu jöfn í eina leik kvöldsins í A deild Þjóðadeildar UEFA. Umdeildur vítaspyrnudómur réði úrslitum í leiknum. Pólverjar voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum, þeir voru hættulegri og beinskeittari í sínum aðgerðum. Þeir uppskáru mark á 40. mínútu. Robert Lewandowski átti góða sendingu inn í teiginn þar sem Piotr Zielinski mætti á fjærstöngina og skoraði laglega. Sanngjörn forysta Pólverja í hálfleik. Í seinni hálfleiknum gátu Pólverjar bakkað aðeins aftar og beitt skyndisóknum þar sem þeir voru mjög ógnandi. Ítalir áttu ágæt skot að marki en voru heilt yfir ekki mjög líklegir til þess að gera mark. Á 76. mínútu fellir Jakub Blaszczykowski Federico Chiesa í teignum. Við fyrstu sín var þetta frábær tækling hjá Pólverjanum þar sem hann tók boltann, þrátt fyrir að hafa farið í Chiesa eftir að hafa náð að hreinsa boltann frá. Dómari leiksins ákvað hins vegar að Blaszczykowski hefði brotið af sér og dæmdi vítaspyrnu. Jorginho fór á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin jöfn 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin deila með sér stigunum. Þjóðadeild UEFA
Ítalía og Pólland skildu jöfn í eina leik kvöldsins í A deild Þjóðadeildar UEFA. Umdeildur vítaspyrnudómur réði úrslitum í leiknum. Pólverjar voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum, þeir voru hættulegri og beinskeittari í sínum aðgerðum. Þeir uppskáru mark á 40. mínútu. Robert Lewandowski átti góða sendingu inn í teiginn þar sem Piotr Zielinski mætti á fjærstöngina og skoraði laglega. Sanngjörn forysta Pólverja í hálfleik. Í seinni hálfleiknum gátu Pólverjar bakkað aðeins aftar og beitt skyndisóknum þar sem þeir voru mjög ógnandi. Ítalir áttu ágæt skot að marki en voru heilt yfir ekki mjög líklegir til þess að gera mark. Á 76. mínútu fellir Jakub Blaszczykowski Federico Chiesa í teignum. Við fyrstu sín var þetta frábær tækling hjá Pólverjanum þar sem hann tók boltann, þrátt fyrir að hafa farið í Chiesa eftir að hafa náð að hreinsa boltann frá. Dómari leiksins ákvað hins vegar að Blaszczykowski hefði brotið af sér og dæmdi vítaspyrnu. Jorginho fór á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin jöfn 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin deila með sér stigunum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti