Sigurður Ragnar í viðtali hjá FIFA: Góðir þjálfarar geta komið hvaðan af úr heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2018 22:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson þarf mikið að treysta á túlka í sínu nýja starfi. Vísir/Getty Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í fótbolta, er í viðtali á heimasíðu FIFA þar sem hann ræðir nýja starfið sitt. Sigurður Ragnar stýrði íslenska kvennalandsliðinu frá 2007 til 2013 og steig með því mörg söguleg skref en hann tók síðan við kínverska landsliðinu í nóvember eftir að hafa gert lið Jiangsu Suning að kínverskum bikarmeisturum. „Ég er mjög spenntur og mér var sýndur mikill heiður af kínverska knattspyrnusambandinu þegar þeir buðu mér þetta starf. Mesti heiður þjálfara er að fá að stýra landsliði og nú er ég í þeirri stöðu í annað skipti,“ sagði Sigurður Ragnar. Fréttaritari FIFA segir að ráðning Sigurðar hafi komið mörgum á óvart enda komi hann frá landi sem telur aðeins 340 þúsund manns. Ráðning hans er talin vera birtingarmynd á þeim eftirtektarverðu framförum sem hafa orðið í íslenskum fótbolta á síðustu árum.From a nation of 334,000, to one of 1,379,000,000! Having coached @footballiceland to new heights, Siggi Eyjolfsson is now tackling a somewhat bigger task with China PR.https://t.co/aNF2c8TiI6pic.twitter.com/ePflx2uOyt — #FIFAWWC (@FIFAWWC) January 3, 2018 „Góðir þjálfarar geta komið hvaðan af úr heiminum alveg eins og góðir leikmenn,“ sagði Sigurður Ragnar brosandi og bætti svo við: „Ísland er fámennt land en við erum ekki lítil þegar kemur að þróun fótboltans. Bæði karla- og kvennalandslið okkar eru meðal þeirra tuttugu efstu á FIFA-listanum. Ég vann í þrettán ár hjá íslenska knattspyrnusambandinu og var þjálfari kvennalandsliðsins í sjö ár. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í að ná þessum árangri,“ sagði Sigurður Ragnar hreykinn. Sigurður Ragnar minnist þess líka sérstaklega þegar íslenska kvennalandsliðið varð í öðru sæti í Algarve bikarnum þar sem liðið vann sterkar þjóðir eins og Svíþjóð, Danmörku og Kína á leið sinni í úrslitaleikinn. Fyrsta alvöru próf Sigurðar Ragnars sem þjálfari kínverska landsliðsins verður í apríl þar sem fer fram Asíukeppni kvenna en hún er einnig hluti af undankeppni HM 2019. „Þú verður að leyfa þér að eiga stóra drauma ef þú ætlar þér stóra hluti. Mótherjar okkar eru öflugir. Við verðum að bæta okkar leik til að eiga möguleika. Það býr hinsvegar mikið í þessu liði. Þær æfa vel á hverjum degi og eru staðráðnar í að bæta sig,“ sagði Sigurður Ragnar. „Við verðum að skipuleggja okkar lið með okkar bestu leikmönnum. Þá getum við unnið saman að því að ná okkar markmiðum sem er að komast á næsta HM og að bæta stöðu okkar á FIFA-listanum. Langtímamarkmið er að búa til samkeppnishæft lið fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020,“ sagði Sigurður Ragnar en það má sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir neðan. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í fótbolta, er í viðtali á heimasíðu FIFA þar sem hann ræðir nýja starfið sitt. Sigurður Ragnar stýrði íslenska kvennalandsliðinu frá 2007 til 2013 og steig með því mörg söguleg skref en hann tók síðan við kínverska landsliðinu í nóvember eftir að hafa gert lið Jiangsu Suning að kínverskum bikarmeisturum. „Ég er mjög spenntur og mér var sýndur mikill heiður af kínverska knattspyrnusambandinu þegar þeir buðu mér þetta starf. Mesti heiður þjálfara er að fá að stýra landsliði og nú er ég í þeirri stöðu í annað skipti,“ sagði Sigurður Ragnar. Fréttaritari FIFA segir að ráðning Sigurðar hafi komið mörgum á óvart enda komi hann frá landi sem telur aðeins 340 þúsund manns. Ráðning hans er talin vera birtingarmynd á þeim eftirtektarverðu framförum sem hafa orðið í íslenskum fótbolta á síðustu árum.From a nation of 334,000, to one of 1,379,000,000! Having coached @footballiceland to new heights, Siggi Eyjolfsson is now tackling a somewhat bigger task with China PR.https://t.co/aNF2c8TiI6pic.twitter.com/ePflx2uOyt — #FIFAWWC (@FIFAWWC) January 3, 2018 „Góðir þjálfarar geta komið hvaðan af úr heiminum alveg eins og góðir leikmenn,“ sagði Sigurður Ragnar brosandi og bætti svo við: „Ísland er fámennt land en við erum ekki lítil þegar kemur að þróun fótboltans. Bæði karla- og kvennalandslið okkar eru meðal þeirra tuttugu efstu á FIFA-listanum. Ég vann í þrettán ár hjá íslenska knattspyrnusambandinu og var þjálfari kvennalandsliðsins í sjö ár. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í að ná þessum árangri,“ sagði Sigurður Ragnar hreykinn. Sigurður Ragnar minnist þess líka sérstaklega þegar íslenska kvennalandsliðið varð í öðru sæti í Algarve bikarnum þar sem liðið vann sterkar þjóðir eins og Svíþjóð, Danmörku og Kína á leið sinni í úrslitaleikinn. Fyrsta alvöru próf Sigurðar Ragnars sem þjálfari kínverska landsliðsins verður í apríl þar sem fer fram Asíukeppni kvenna en hún er einnig hluti af undankeppni HM 2019. „Þú verður að leyfa þér að eiga stóra drauma ef þú ætlar þér stóra hluti. Mótherjar okkar eru öflugir. Við verðum að bæta okkar leik til að eiga möguleika. Það býr hinsvegar mikið í þessu liði. Þær æfa vel á hverjum degi og eru staðráðnar í að bæta sig,“ sagði Sigurður Ragnar. „Við verðum að skipuleggja okkar lið með okkar bestu leikmönnum. Þá getum við unnið saman að því að ná okkar markmiðum sem er að komast á næsta HM og að bæta stöðu okkar á FIFA-listanum. Langtímamarkmið er að búa til samkeppnishæft lið fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020,“ sagði Sigurður Ragnar en það má sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir neðan.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti