Sigurður Ragnar í viðtali hjá FIFA: Góðir þjálfarar geta komið hvaðan af úr heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2018 22:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson þarf mikið að treysta á túlka í sínu nýja starfi. Vísir/Getty Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í fótbolta, er í viðtali á heimasíðu FIFA þar sem hann ræðir nýja starfið sitt. Sigurður Ragnar stýrði íslenska kvennalandsliðinu frá 2007 til 2013 og steig með því mörg söguleg skref en hann tók síðan við kínverska landsliðinu í nóvember eftir að hafa gert lið Jiangsu Suning að kínverskum bikarmeisturum. „Ég er mjög spenntur og mér var sýndur mikill heiður af kínverska knattspyrnusambandinu þegar þeir buðu mér þetta starf. Mesti heiður þjálfara er að fá að stýra landsliði og nú er ég í þeirri stöðu í annað skipti,“ sagði Sigurður Ragnar. Fréttaritari FIFA segir að ráðning Sigurðar hafi komið mörgum á óvart enda komi hann frá landi sem telur aðeins 340 þúsund manns. Ráðning hans er talin vera birtingarmynd á þeim eftirtektarverðu framförum sem hafa orðið í íslenskum fótbolta á síðustu árum.From a nation of 334,000, to one of 1,379,000,000! Having coached @footballiceland to new heights, Siggi Eyjolfsson is now tackling a somewhat bigger task with China PR.https://t.co/aNF2c8TiI6pic.twitter.com/ePflx2uOyt — #FIFAWWC (@FIFAWWC) January 3, 2018 „Góðir þjálfarar geta komið hvaðan af úr heiminum alveg eins og góðir leikmenn,“ sagði Sigurður Ragnar brosandi og bætti svo við: „Ísland er fámennt land en við erum ekki lítil þegar kemur að þróun fótboltans. Bæði karla- og kvennalandslið okkar eru meðal þeirra tuttugu efstu á FIFA-listanum. Ég vann í þrettán ár hjá íslenska knattspyrnusambandinu og var þjálfari kvennalandsliðsins í sjö ár. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í að ná þessum árangri,“ sagði Sigurður Ragnar hreykinn. Sigurður Ragnar minnist þess líka sérstaklega þegar íslenska kvennalandsliðið varð í öðru sæti í Algarve bikarnum þar sem liðið vann sterkar þjóðir eins og Svíþjóð, Danmörku og Kína á leið sinni í úrslitaleikinn. Fyrsta alvöru próf Sigurðar Ragnars sem þjálfari kínverska landsliðsins verður í apríl þar sem fer fram Asíukeppni kvenna en hún er einnig hluti af undankeppni HM 2019. „Þú verður að leyfa þér að eiga stóra drauma ef þú ætlar þér stóra hluti. Mótherjar okkar eru öflugir. Við verðum að bæta okkar leik til að eiga möguleika. Það býr hinsvegar mikið í þessu liði. Þær æfa vel á hverjum degi og eru staðráðnar í að bæta sig,“ sagði Sigurður Ragnar. „Við verðum að skipuleggja okkar lið með okkar bestu leikmönnum. Þá getum við unnið saman að því að ná okkar markmiðum sem er að komast á næsta HM og að bæta stöðu okkar á FIFA-listanum. Langtímamarkmið er að búa til samkeppnishæft lið fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020,“ sagði Sigurður Ragnar en það má sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir neðan. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kínverska kvennalandsliðsins í fótbolta, er í viðtali á heimasíðu FIFA þar sem hann ræðir nýja starfið sitt. Sigurður Ragnar stýrði íslenska kvennalandsliðinu frá 2007 til 2013 og steig með því mörg söguleg skref en hann tók síðan við kínverska landsliðinu í nóvember eftir að hafa gert lið Jiangsu Suning að kínverskum bikarmeisturum. „Ég er mjög spenntur og mér var sýndur mikill heiður af kínverska knattspyrnusambandinu þegar þeir buðu mér þetta starf. Mesti heiður þjálfara er að fá að stýra landsliði og nú er ég í þeirri stöðu í annað skipti,“ sagði Sigurður Ragnar. Fréttaritari FIFA segir að ráðning Sigurðar hafi komið mörgum á óvart enda komi hann frá landi sem telur aðeins 340 þúsund manns. Ráðning hans er talin vera birtingarmynd á þeim eftirtektarverðu framförum sem hafa orðið í íslenskum fótbolta á síðustu árum.From a nation of 334,000, to one of 1,379,000,000! Having coached @footballiceland to new heights, Siggi Eyjolfsson is now tackling a somewhat bigger task with China PR.https://t.co/aNF2c8TiI6pic.twitter.com/ePflx2uOyt — #FIFAWWC (@FIFAWWC) January 3, 2018 „Góðir þjálfarar geta komið hvaðan af úr heiminum alveg eins og góðir leikmenn,“ sagði Sigurður Ragnar brosandi og bætti svo við: „Ísland er fámennt land en við erum ekki lítil þegar kemur að þróun fótboltans. Bæði karla- og kvennalandslið okkar eru meðal þeirra tuttugu efstu á FIFA-listanum. Ég vann í þrettán ár hjá íslenska knattspyrnusambandinu og var þjálfari kvennalandsliðsins í sjö ár. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í að ná þessum árangri,“ sagði Sigurður Ragnar hreykinn. Sigurður Ragnar minnist þess líka sérstaklega þegar íslenska kvennalandsliðið varð í öðru sæti í Algarve bikarnum þar sem liðið vann sterkar þjóðir eins og Svíþjóð, Danmörku og Kína á leið sinni í úrslitaleikinn. Fyrsta alvöru próf Sigurðar Ragnars sem þjálfari kínverska landsliðsins verður í apríl þar sem fer fram Asíukeppni kvenna en hún er einnig hluti af undankeppni HM 2019. „Þú verður að leyfa þér að eiga stóra drauma ef þú ætlar þér stóra hluti. Mótherjar okkar eru öflugir. Við verðum að bæta okkar leik til að eiga möguleika. Það býr hinsvegar mikið í þessu liði. Þær æfa vel á hverjum degi og eru staðráðnar í að bæta sig,“ sagði Sigurður Ragnar. „Við verðum að skipuleggja okkar lið með okkar bestu leikmönnum. Þá getum við unnið saman að því að ná okkar markmiðum sem er að komast á næsta HM og að bæta stöðu okkar á FIFA-listanum. Langtímamarkmið er að búa til samkeppnishæft lið fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2020,“ sagði Sigurður Ragnar en það má sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér fyrir neðan.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira