Erlent

Herða reglur um viðskipti við Kúbverja

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Frá Kúbu.
Frá Kúbu. Nordicphotos/AFP
Ríkisstjórn Donalds Trump forseta Bandaríkjanna birti í gær nýjar reglugerðir sem setja takmörk á viðskipti Bandaríkjamanna við Kúbverja. Flest fyrirtæki í eigu kúbverska ríkisins voru sett á svartan lista, meðal annars hótel og verslanir. Þá munu flestir Bandaríkjamenn ekki geta ferðast til eyjunnar á eigin vegum.

Hinar nýju reglugerðir eru hluti af aðgerðum Bandaríkjastjórnar til að draga til baka hluta þeirra breytinga sem Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gerði til þess að auka samskipti ríkjanna tveggja á sínum tíma.

Bandaríkjamenn neita því hins vegar að þessi skref sem nú eru stigin tengist nýlegum hljóðárásum sem gerðar voru á bandaríska erindreka í kúbversku höfuðborginni Havana og voru þess valdandi að erindrekarnir voru kallaðir heim. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×