Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti gæti náð hámarki á þessum áratug Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2024 15:33 Sólarorkuver í Ordos í Kína. Kínverjar stóðu fyrir sextíu prósentum af viðbótarframleiðslu á grænni orku í heiminum í fyrra. Vísir/EPA Aukin framleiðsla endurnýjanlegrar orku í heiminum gæti orðið til þess að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki sínu fyrir lok áratugsins. Stríðsátök sem olíuríki eru aðilar að í Miðausturlöndum og Rússlandi eru þó sögð skapa mikla óvissu. Mannkynið horfir fram á rafmagnsöld þegar það hristir af sér jarðefnaeldsneytisfíkn sína á næstu áratugum. Í árlegri skýrslu um horfur í orkumálum heimsins sem Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gaf út í dag kemur fram að hægt sé að mæta áframhaldandi vexti í eftirspurn eftir orku með vistvænni orku að öllu leyti. Í þeim heimi gæti offramboð af olíu og jarðgasi leitt til lækkandi orkuverðs sem gæti gert ríkjum kleift að setja aukið fjármagn í græna orku. Aldrei hefur framleiðsla á grænni orku aukist jafnmikið á einu ári og í fyrra samkvæmt skýrslunni en þá bættust við um 560 gígavött af framleiðslugetu á vistvænu rafmagni. Talið er að fjáfestingar í hreinni orku nemi um tveimur billjónum dollara á þessu ári, nánast tvöfalt meira en í jarðefnaeldsneyti, að því er kemur fram í frétt Reuters af skýrslunni. Heil sextíu prósent af viðbótinni í endurnýjanlegri orku kom frá Kína. Útlit er fyrir að sólarorkuframleiðsla Kínverja verði meiri en sem nemur allri núverandi eftirspurn eftir rafmagni í Bandaríkjunum fyrir árið 2030. Mannkynið getur ekki látið bensíndæluna ganga áfram ef hún ætlar að leysa loftslagsvandann.Vísir/EPA Bruni jarðefnaeldsneytis áfram mikill í fyrirsjáanlegri framtíð Þrátt fyrir metvöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum er ljóst að mannkynið mun lengi enn halda áfram að spúa gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloft jarðar með bruna á jarðefnaeldsneyti. Vöxturinn hefur enda ekki haldið í við vaxandi eftirspurn í Indlandi, Suðaustur-Asíu og víðar. Þannig gerir IEA nú ráð fyrir að það dragi hægar úr bruna á kolum en áður var talið. Þrír fjórðu hluti orkuframleiðslunnar komi því frá jarðefnaeldsneyti árið 2030. Hlutfallið er nú áttatíu prósent en IEA spáði því í síðustu skýrslu sinni að það yrði komið niður í 73 prósent fyrir lok áratugsins. Miðað við núverandi stefnu ríkisstjórna heims gæti eftirspurn eftir olíu náð hámarki rétt fyrir 2030. Fyrir árið 2035 gæti hún verið komin í svipað horf og nú, fyrst og fremst vegna fjölgunar rafbíla í umferð. Eftirspurn eftir kolum og gasi ætti einnig að ná hámarki fyrir lok áratugsins og lækka síðan eftir það. Til þess að stöðva enn frekari hnattræna hlýnun þarf mannkynið að hætta öllum bruna á jarðefnaeldsneyti. Þar sem koltvísýringur lifir í aldir í lofthjúpi jarðar eykur bruni á hverri einustu olíutunnu og kolamola vandann enn frekar. Óvissa vegna átaka og kosninga Átök og spenna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Íranir gætu blandast enn frekar inn í stríðsátök við Ísrael og í Rússlandi sem háir enn innrásarstríð í Úkraínu getur sett strik í reikninginn fyrir horfur í orkumálum á næstunni. Orkumálastofnunin telur verulega hættu á að flæði olíu gæti raskast skyndilega vegna stríðsátökanna í Miðausturlöndum. Það sýni mikilvægæi þess að hraða fjárfestingum í hreinni og öruggari orkugjöfum. Þá eru kosningar í ríkjum þar sem um helmingur orkueftirspurnar heimsins er í ár, þar á meðal í Bandaríkjunum. Því gætu orðið verulegar breytingar á orku- og loftslagsstefnu ríkja sem geta ein og sér haft gríðarleg áhrif á eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti og þar með loftslag jarðar. Orkumál Loftslagsmál Bensín og olía Vistvænir bílar Bílar Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þreföldun á endurnýjanlegri orkuframleiðslu innan seilingar Alþjóðlegt markmið um að þrefalda framleiðslugetu endurnýjanlegrar orku er innan seilingar, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Orkuframleiðslan dragi þó ekki ein og sér úr losun gróðurhúsalofttegunda sem ógnar loftslagi jarðar. 24. september 2024 12:07 Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. 2. mars 2023 10:12 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Sjá meira
Mannkynið horfir fram á rafmagnsöld þegar það hristir af sér jarðefnaeldsneytisfíkn sína á næstu áratugum. Í árlegri skýrslu um horfur í orkumálum heimsins sem Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gaf út í dag kemur fram að hægt sé að mæta áframhaldandi vexti í eftirspurn eftir orku með vistvænni orku að öllu leyti. Í þeim heimi gæti offramboð af olíu og jarðgasi leitt til lækkandi orkuverðs sem gæti gert ríkjum kleift að setja aukið fjármagn í græna orku. Aldrei hefur framleiðsla á grænni orku aukist jafnmikið á einu ári og í fyrra samkvæmt skýrslunni en þá bættust við um 560 gígavött af framleiðslugetu á vistvænu rafmagni. Talið er að fjáfestingar í hreinni orku nemi um tveimur billjónum dollara á þessu ári, nánast tvöfalt meira en í jarðefnaeldsneyti, að því er kemur fram í frétt Reuters af skýrslunni. Heil sextíu prósent af viðbótinni í endurnýjanlegri orku kom frá Kína. Útlit er fyrir að sólarorkuframleiðsla Kínverja verði meiri en sem nemur allri núverandi eftirspurn eftir rafmagni í Bandaríkjunum fyrir árið 2030. Mannkynið getur ekki látið bensíndæluna ganga áfram ef hún ætlar að leysa loftslagsvandann.Vísir/EPA Bruni jarðefnaeldsneytis áfram mikill í fyrirsjáanlegri framtíð Þrátt fyrir metvöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum er ljóst að mannkynið mun lengi enn halda áfram að spúa gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloft jarðar með bruna á jarðefnaeldsneyti. Vöxturinn hefur enda ekki haldið í við vaxandi eftirspurn í Indlandi, Suðaustur-Asíu og víðar. Þannig gerir IEA nú ráð fyrir að það dragi hægar úr bruna á kolum en áður var talið. Þrír fjórðu hluti orkuframleiðslunnar komi því frá jarðefnaeldsneyti árið 2030. Hlutfallið er nú áttatíu prósent en IEA spáði því í síðustu skýrslu sinni að það yrði komið niður í 73 prósent fyrir lok áratugsins. Miðað við núverandi stefnu ríkisstjórna heims gæti eftirspurn eftir olíu náð hámarki rétt fyrir 2030. Fyrir árið 2035 gæti hún verið komin í svipað horf og nú, fyrst og fremst vegna fjölgunar rafbíla í umferð. Eftirspurn eftir kolum og gasi ætti einnig að ná hámarki fyrir lok áratugsins og lækka síðan eftir það. Til þess að stöðva enn frekari hnattræna hlýnun þarf mannkynið að hætta öllum bruna á jarðefnaeldsneyti. Þar sem koltvísýringur lifir í aldir í lofthjúpi jarðar eykur bruni á hverri einustu olíutunnu og kolamola vandann enn frekar. Óvissa vegna átaka og kosninga Átök og spenna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Íranir gætu blandast enn frekar inn í stríðsátök við Ísrael og í Rússlandi sem háir enn innrásarstríð í Úkraínu getur sett strik í reikninginn fyrir horfur í orkumálum á næstunni. Orkumálastofnunin telur verulega hættu á að flæði olíu gæti raskast skyndilega vegna stríðsátökanna í Miðausturlöndum. Það sýni mikilvægæi þess að hraða fjárfestingum í hreinni og öruggari orkugjöfum. Þá eru kosningar í ríkjum þar sem um helmingur orkueftirspurnar heimsins er í ár, þar á meðal í Bandaríkjunum. Því gætu orðið verulegar breytingar á orku- og loftslagsstefnu ríkja sem geta ein og sér haft gríðarleg áhrif á eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti og þar með loftslag jarðar.
Orkumál Loftslagsmál Bensín og olía Vistvænir bílar Bílar Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þreföldun á endurnýjanlegri orkuframleiðslu innan seilingar Alþjóðlegt markmið um að þrefalda framleiðslugetu endurnýjanlegrar orku er innan seilingar, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Orkuframleiðslan dragi þó ekki ein og sér úr losun gróðurhúsalofttegunda sem ógnar loftslagi jarðar. 24. september 2024 12:07 Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. 2. mars 2023 10:12 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Sjá meira
Þreföldun á endurnýjanlegri orkuframleiðslu innan seilingar Alþjóðlegt markmið um að þrefalda framleiðslugetu endurnýjanlegrar orku er innan seilingar, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Orkuframleiðslan dragi þó ekki ein og sér úr losun gróðurhúsalofttegunda sem ógnar loftslagi jarðar. 24. september 2024 12:07
Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. 2. mars 2023 10:12
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent