Erlent

Á­frýjar í von um að geta boðið sig fram til for­seta

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Marine Le Pen er leiðtogi hægri flokksins Þjóðfylkingarinnar.
Marine Le Pen er leiðtogi hægri flokksins Þjóðfylkingarinnar. AP

Franska stjórnmálakonan Marine Le Pen hefur áfrýjað dómi sem hún hlaut vegna misferli með fjármuni frá Evrópusambandinu. Hún stefndi á forsetaframboð árið 2027 en með dómnum getur hún ekki boðið sig fram.

Le Pen og 24 aðrir stjórnendur flokksins Þjóðfylkingarinnar voru ákærðir fyrir misferli með fjármuni frá Evrópusambandinu en franskur dómstóll sakfelldi hana í lok mars. Fjármagnið sem hún fékk frá Evrópusambandinu átti að greiða laun aðstoðarmanna þingflokks Þjóðfylkingarinnar á Evrópuþinginu en var í staðinn notað til þess að greiða almennum starfsmönnum flokksins á árunum 2004 til 2016.

Með dómnum er Le Pen meinað að bjóða sig fram til forseta árið 2027 en einnig var hún dæmd í fjögurra ára fangelsi en tvö ár þar af eru skilorðisbundin. Áfrýjunardómstóllinn í París tilkynnti hins vegar að ef hún skildi áfrýja dómnum yrði það tekið til skoðunar innan dómstólsins. Ákvörðunin yrði tekin fyrir sumarið 2026 samkvæmt umfjöllun Le Monde.

Því hefur Le Pen, auk ellefu af þeim 24 sem voru ákærð, ákveðið að áfrýja dómnum. 

Hún vonar með því geti hún bjargað forsetaframboði sínu en hún stefndi á framboð árið 2027 en hún kallaði dóminn pólitískan dauðdaga. Le Pen neitaði því að hafa gert nokkuð rangt fyrir dómi.

Talið er að Jordan Ballera, forseti Þjóðfylkingarinnar, muni taka við af Le Pen geti hún ekki gefið kost á sér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×